Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 7

Vera - 01.10.2004, Blaðsíða 7
/ HVAÐ KEMUR ÞÉR í JÓLASKAP? / auðan skjá á eldhúsborðinu, varð ég vitni að þessu skemmti- lega samtali dóttur minnar og vinkonu hennar. Þær voru í leik sem hafði mjög flóknar reglur sem ég skildi ekki svona í fljótu bragði en þær voru alveg með allt á hreinu, eitthvað með ketti og fleiri dýr sem voru að elta þær og nauðsynlegt var að sleppa í örugga höfn sem var innsta herbergið á ganginum. Þar sem ég sat hugsaði ég : „Það er einmitt það, núna er allt í lagi, nú erum við komin inn í vonina.” Mér líður einmitt þannig núna og oftast á þessum árstíma. Þessi dásamlega tilfinning að finna að jólin eru í nánd. Vonin um góða tíð, kannski svolítið frí og fleiri samverustundir með okkar nánustu. Hjá sumum er aðventan einn mesti annatíminn en þrátt fyrir það er vonin við völd, allt vegna þess sem í vænd- um er og þeirra gleðilegu anna sem tíðin felur í sér. Suma morgna kemur þó fyrir að mig langar bara að kúra, teygja mig í bókina á náttborðinu og fara ekki fram úr nema til að pissa og borða í svona tvo daga. Svo dimmt og notalegt er bæði úti og inni. Vakna í myrkri og sofna í myrkri. Jafn mikið og ég kann að meta birtuna þá er myrkrið gott líka. Sífelldir sólardagar fela stundum í sér skilboðin um að við eigum öll að vera glöð og kát, hress öllum stundum. Því er líka gott að fá gráu dagana og dimmu dagana. Fá að hvíla í myrkrinu án þess að flýja sam- stundis inní Ijósið á ný. Að finna að í myrkrinu er hvíld að finna, þar er staður endurnýjunar og endurskoðunar áður en við höld- um út í heiminn. Umfaðma kyrrðina úti og inni og innra. í myrkrinu er staður íhugunar, svigrúm fyrir manneskjur til að hugleiða hvort við tökum hin skæru Ijós jólanna í misgripum fyrir hið sanna Ijós sem er að fæðast í heiminn. Sóíe^ Tómsdlóttir, pfjiríona íarnastarfrs / Breiökofoi Ég er jólapukrari Það er dáldið flókið að útskýra. Ég held samt að flest okkar hafi lent í því, upp úr miðjum ágúst, að einhver hafi farið að tala um að tíminn líði svo hratt að jólin séu bara alveg að koma. Það er týpísk ég! Það er sko ekkert einfalt að vera svona. Þegar tilfinningin kemur yfir mig, í ágúst, að það er raunverulega ekkert svo langt í jólin, þá fer ég að hlakka til þess að mega vera í jólaskapi án þess að vera skömmuð fyrir það. Pólitísk rétttrúnaðarstefna er nefnilega allsráðandi varðandi jólin og jólaskap. Ég hef reynt að breyta rangt í þessum efnum, hengja upp jólaseríur í október og baka smákökur fljótlega upp úr því. Það reyndist ekki vel. Kom þá upp sú staða að ég ein, prívat og persónulega, var ástæðan fyrir því að jólastressið byrjar svona snemma og allir eru í raun komnir með ógeð á jólunum þegar þau loksins koma. Yfirleitt telst ég fremur róttæk, enda er ég venjulega óhrædd við að fylgja sannfæringu minni og ganga gegn ríkjandi lögum og lofum. Jólin eru þó of stórt mál. Ég hef lært að pukrast með jólaskapið þar til það telst pólitískt rétt að opinbera það. Þar sem ég hef á tilfinningunni að meðal lesenda leynist jólapukrarar eins og ég, þá datt mér í hug að benda á nokkrar leiðir sem hægt er að fara án þess að fólk fatti að jólin eru að koma: 1. Ef þú átt börn er þetta borðleggjandi. Þá er hægt að segja að þau séu svo áhugasöm, jafnvel með jólin á heilanum þannig að þú komist ekki hjá því að byrja svolítið snemma. Þegar börnin hafa svona mikinn áhuga er ekkert því til fyrirstöðu að kynna þeim jólin, lesa fyrir þau jólasögur, syngja eitt og eitt jólalag og jafnvel baka piparkökur þó aðventan sé kannski ekki alveg á næstu grösum. Þetta trikk virkar reyndar á öðrum árs- tíðum líka, til að komast á bíó, í tívolí, á sleða eða í dýragarð. 2. Án barna er þetta svolítið erfiðara en þó vel mögulegt. Þá er t.d. hægt að skýla sér á bak við sköpunarkraftinn. Ég passa mig bara á að láta ekki nokkurn mann vita að þetta séu jóla- gjafirnar sem ég er að gera, enda hverjum kemur það við? 3. Myrkfælni. Verulega gott plott. Til að koma í veg fyrir nið- dimma íbúð í skammdeginu er fínt að hengja upp jólaseríur til- tölulega snemma. Ég gruna fólkið sem fann upp heilsársserí- urnar, sem nú eru mikið í tísku, um að vera jólapukrara. Og greinilega eru til fleiri en ég og þú, lesandi góður, því heilsárs- seríurnar eru dúndurvinsælar. Æ, þetta er ekkert einfalt. Ég ber nafn með rentu, er sumar- barn og þoli hvorki vetur, kulda né myrkur. Ég lifna við þegar byrjar að birta á morgnana og nýt lífsins langt fram eftir hausti. Ég stend mig reyndar stundum að því að fantasera um slabb og frosnar tær á sólríkum sumardögum, en það eru einu in sem mér finnst tilhugsunin sjarmerandi. Ef ég mætti ráða myndi ég hafa aðfangadagskvöld á fyrsta vetrardegi og iáta in vara a.m.k. fram í mars. Ætli ég yrði þá í jólaskapi allan ins hring? vera / 5. tbl. / 2004 /
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.