Vera - 01.10.2004, Page 42

Vera - 01.10.2004, Page 42
» Hjördís Hjartardóttir félagsmálastjóri í Borgarbyggð er þekkt fyrir ákveðnar skoðanir og er sönn rauðsokka í hjarta. Guðrún Vala Elís- dóttir heimsótti Hjördísi og fékk að skyggnast í lífssögu hennar. Segðu aðeins frá uppruna þínum? Ég er fædd í rúmi foreldra minna árið 1952, á Hraunsnefi í Norðurárdal í Borgar- firði, og alin þar upp í stórum systkina- hópi. Við erum fimm alsystkini; ég á tví- burabróður, bróður sem er tveimur árum eldri, systur sem er fjórum árum eldri og bróður sem er tveimur árum yngri. Þannig að við erum fædd á sex árum fimm stykki. Svo á ég hálfbróður sem er níu árum eldri. Ég var í heimavistarbarnaskóla á Varma- landi frá 9 til 12 ára, á þeim tímum þegar maður byrjaði ekki í skóla fyrr en liðið var á október, réttir vel afstaðnar og búið að gera slátrið. Við vorum í skólanum fram í seinnipart maí, hálfan mánuð í skóla og hálfan mánuð heima með heimanám, áttum löng jólafrí og löng páskafrí. Mér taldist einhvern tímann til að barnaskóla- ganga mín hefði ekki verið nema ríflega 10 vikur á ári í 4 ár. Ég hef komist ágætlega af með það nema það fórst alveg fyrir að kenna mér kristinfræði. Síðan var ég í Reykholti í tvo vetur og einn vetur í MA á heimavist en þá skildu foreldrar mínir. Móðir mín flutti til Reykjarvíkur og við systkinin með henni. Þá fór ég í MR og lauk stúdentsprófi vorið 1971. Næsta ár vann ég á Vöggustofu Thorvaldsensfélags- ins sem var upptökuheimili, eins og það hét þá, fyrir börn á vegum Félagsmála- stofnunar Reykjavíkur. Eftir það fór ég til Danmerkur í nám í félagsráðgjöf og lauk því 1975. Síðan hef ég verið að vinna 11 mánuði á ári. Og hvar hefurðu verið að vinna? Ég vann hjá Félagsmálastofnun Reykja- víkur í 20 ár en í mjög mismunandi störf- um. Ég byrjaði sem almennur starfsmaður 42 / 5. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.