Vera - 01.10.2004, Side 3

Vera - 01.10.2004, Side 3
/ LEIÐARI / REYKJAVÍKURLISTINN fyrir að ráða Steinunni Valdísi Óskarsdóttur sem borgarstjóra Reykjavíkur til loka kjörtímabilsins. Steinunn hefur tvímælalaust mestu reynsluna innan borgarstjórnarhópsins og er sannarlega góður kost- ur í embættið. Til hamingju, Steinunn! 16 DAGA ÁTAK GEGN KYNBUNDNU OFBELDI sem stendur frá 25. nóvember til 10. desember. Sannarlega verðugt að safna svo mörgum samtök- um saman til að minna á málefnið og vinna að því að fræða fólk um orsakir þess og afleiðingar. KARLAR TIL ÁBYRGÐAR stuðningur við karla sem hafa beitt konur sínar of- beldi þar sem þeir hjálpa sér sjálfir og hver öðrum til að taka ábyrgð á gerðum sínum. Verkefnið var í gangi fyrir nokkrum árum með góðum árangri og nú er unnið að því að það verði sett í gang aftur. Von- andi tekst það. DÓMSKERFIÐ sem hvað eftir annað hefur sýnt að það virkar ekki rétt þegar kemur að kynferðisbrotamálum eða brotum sem hafa átt sér stað inni á heimilum. Er þar skemmst að minnast niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness þar sem manninum var talið það til tekna að konan hefði reitt hann til reiði. HLUTUR KVENNA í STJÓRNUM fyrirtækja sem er mun minni hér á landi en á öðrum Norðurlöndum.samkvæmt nýlegri könnun Nordic 500. Fleiri konur í stjórnum fyrirtækja er ekki aðeins talin pólitísk rétthugsun heldur nauðsynleg ráðstöfun til að auka hagnað fyrirtækja því þar getur fjölbreytni skipt sköpum. MENNTASKÓLINN í REYKJAVÍK sem efndi til lagasamkeppni vegna árshátíðar sinnar og valdi lag með texta þar sem óheyrileg kvenfyrirlit- ining veður uppi. Krakkarnir í skólanum fá mínus fyr- ir að velja þetta lag og stjórn nemendafélagsins fyrir að hafa ekki kjark til að hafna laginu og koma í veg fyrir að það væri sett á netið. Við ráðum hvernig við hugsum Jólin nálgast og bjóða okkur friðarboðskap sinn, hvort sem við viljum þiggja hann eða ekki. Við vit- um um allt áreitið sem dynur á okkur í desember en það er í okkar valdi að verjast því - ef við viljum það. Það er sagt að jólin búi innra með okkur en ekki í öllum ytri glæsileikanum sem okkur er boðið að taka þátt í. Til þess að finna jólin hið innra verð- um við líka að vera í góðu sambandi við sjálf okk- ur, vita hvernig okkur líður og hvað færir okkur mesta hamingju. Ekki trúa því að við getum keypt hamingjuna með greiðslukortinu, það kemur að skuldadögum í byrjun febrúar. Það er líklega svipað sem verður að gerast innra með okkur ef við ætlum að breyta heiminum til hins betra og sporna gegn eyðileggjandi hugsun- arhætti ofbeldis og valdafíknar sem er hluti af karllægri hugsun heimsins. Guðrún M. Guð- mundsdóttir mannfræðingur hefur reynt að skyggnast að baki hugmyndafræði karlmennsk- unnar og segir frá athugunum sínum í viðtali í blaðinu. Hugmyndir um karlmennsku og kvenleika eru samofnar hugsunum okkar og hafa mikil áhrif á hegðun okkar og framkomu. Það er því athyglis- vert að fólkið sem við báðum að svara því hvað því finnist vera karlmennska og kvenleiki hefur aðrar hugmyndir um það - vill frekar að sammann- legir eiginleikar móti bæði kynin. Þau viðhorf auka bjartsýni á að með tímanum verði hægt að snúa af braut hinnar forræðislegu karlmennsku sem stjórnað hefur heiminum fram að þessu og gerir enn - ekki eru mörg merki um að valdamenn heimsins vilji snúa af þeirri braut. En ef við erum nógu mörg í andófinu getum við breytt heiminum. Það er bráðnauðsynlegt að við berum ábyrð á hugsunum okkar en látum ekki stjórnast af hugmyndafræði sem okkur líkar ekki. Nýlega kom fram ákaflega sorglegt dæmi um slíkt ábyrgð- arleysi. Það var hjá ungum mönnum í stjórn nem- endafélags Menntaskólans í Reykjavík sem vildu ekki „sýna forræðishyggju” og koma í veg fyrir að árshátíðarlag væri birt á vef skólans, en í texta lagsins kemur fram botnlaus kvenfyrirlitning af verstu sort. Svar drengjanna við gagnrýni var að textinn væri „eðlileg afurð þess samfélags sem við búum í.” Það er kannski eitthvað til í því - en verð- um við ekki að reyna að sporna gegn slíkum óhugnaði og sýna ábyrgð? Við ráðum sjálf hvernig við hugsum. Við getum fundið jólin innra með okk- ur ef við viljum, í stað þess að stjórnast af „kröfum samfélagsins” um þau. frvrt&Ó £f>f vera / 5. tbl. / 2004 / 3

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.