Vera - 01.10.2004, Síða 28

Vera - 01.10.2004, Síða 28
/ AÐ UTAN / GUÐRÚN HARALDSDOTTIR MAMA MITI -Konan sem neitar að láta segja sér fyrir verkum » Wangari Maathai, keníska baráttukonan sem hlýtur friöarverölaun Nóbels í ár, fagn- aöi tíðindunum um verölaunin með því að gróðursetja tré og hvatti aöra til aö gera hiö sama: „Tökum höndum saman. Þvílíkan alheimsskóg sem viö mundum skapa.”1 í Kenýa er Maathai þekkt undir nafninu Mama Miti, eöa trjámóðirin. Hún er fyrsta konan frá Afr- íku og fyrsta baráttumanneskjan fyrir umhverfismálum til aö hljóta friðarverðlaun Nóbels. í tilkynningu Nóbelsnefndarinnar segir aö Maathai hljóti verðlaunin fyrir heil- steypta sýn sína á sjálfbæra þróun, sem feli í sér umhverfisvernd, þróun lýðræðis og viröingu fyrir mannréttindum og réttindum kvenna, sem allt séu skilyrði fyrir friði í heim- inum. Undir þetta sjónarhorn nefndarinnar tók Kofi Annan aöalritari Sameinuðu þjóö- anna í fréttatilkynningu 8. október þar sem hann óskar Maathai til hamingju meö þessa mikilvægu viöurkenningu. En hver er þessi kona? Wangari Muta Maathai fæddist í Nyeri héraði í Kenýa árið 1940. Hún stundaði nám í líffræði í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Kenýa og varð fyrsta konan í Mið- og Austur Afríku til að hljóta doktorsgráðu árið 1971. Hún varð dósent í dýralækning- um og deildarforseti dýralækningadeildar Nairobi háskóla í Kenýa á árunum 1976-77 og varð einnig fyrsta konan í þeim hluta Afríku til að gegna slíkum stöðum. Maathai er fráskilin, þriggja barna móðir sem hefur um áratuga skeið verið at- kvæðamikil í kenísku þjóðlífi og setið í nefndum á vegum ým- issa alþjóðlegra stofnana, þ.á.m. í ráðgjafanefnd Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um afvopnun. Árið 1977 stofnaði Maat- hai kvennahreyfingu í Kenýa sem hún nefndi Grænabeltishreyf- inguna og er markmið hennar að vinna gegn eyðingu skóga og auka pólitíska þátttöku almennings, einkum fátækra kvenna. í upphafi var hlegið að hugmyndum hennar um að ómenntaðar þorpskonur gætu orðið mikilvægt afl í umhverfisvernd landsins en Grænabeltishreyfingin þróaðist fljótlega í kröftuga grasrót- arhreyfingu sem nú starfar víða í Afríku og hefur staðið fyrir 28 / 5. tbl. / 2004 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.