Vera - 01.04.2005, Page 3

Vera - 01.04.2005, Page 3
leiðari / AFNAM FYRNINGAR KYNFERÐISBROTA gegn börnum, eins og það er sett fram i frumvarpi Ágústs Ólafs Ágústssonar. Tillaga meirihluta allsherjarnefndar um að lengja fyrningarfrestinn um fjögur ár er skref í rétta átt - en af hverju ekki að ganga alla leið? KOLBRÚN HALLDÓRSDÓTTIR og Þuríður Bachman, þingkonur Vinstri grænna, fyrir þingsályktun- artillögu um að stofnaóur verði jafnréttissjóður til að bæta starfs- umhverfi kvennahreyfingarinnar og annarra sem starfa að jafnari stöðu kynjanna. ÁLyktunin var lögð fram í þriðja skipti á nýliðnu þingi - hvað veldur þessu áhugaleysi stjórnvalda? HULDUSLÓÐ nýjasta þýðing Önnu R. Ingólfsdóttur á bók eftir sænska rithöf- undinn Lizu Marklund. Bókin er heimildaskáldsaga um sænska konu sem bjó í mörg ár við ofsóknir og ofbeldi af hálfu fyrrverandi sam- býlismanns. Bókin gefur góða innsýn í það af hverju menn beita konur ofbeLdi og skyggnist því aó rótum vandans. OPRAH WINFREY fyrir að draga fram neikvæða staðalmynd af ísLenskum konum i þætti sem sýndur er víða um heim. ísLenskar konur eru í þætti Opruh: Ljóshærðar, LeggjaLangar, bláeygðar og með djamm og kyn- Líf á heiLanum. Meint frjálsLyndi þeirra er efLaust túLkað á verri veg af mörgum áhorfendum þáttarins. KAÞÓLSKA KIRKJAN fyrir þá ákvörðun aó veLja enn íhaldssamari, kvenfjandsamlegri og hómófóbískari páfa en fyrirrennarinn var. Notkun smokka tiL að verjast aLnæmi fær t.d. enn ekki náó fyrir augum þessara háu herra. Fáfræðin skapar fordóma „Sagan af Bridget er ekki ástarsaga fyrir femínista heLdur femínismi matreiddur ofan í ástarsögulesendur. Ég held að það sé aðaL ástæð- an fyrir þvi að margir femínistar sjá ekki femínisman í sögunni. En það sem ég teL að skipti meira máli er að hér fá konur sem annars hafa ekki áhuga á femínisma hann beint í æð á heimaveLLi. Þær átta sig kannski ekki á því að þetta sé femínimsi en þær hLæja að útúr- snúningunum og ég vona að hLáturinn nái undir yfirborðið, aLLavega i smá stund, og skilji eitthvað eftir sig. Útúrsnúningur í bók eins og þessari gefur önnur tækifæri tiL breytinga en póLitisk barátta á opinberum vettvangi en ég teL þessi atriði jafn mikiLvæg tiL að ná fram þeim breytingum sem ég Læt mig dreyma um." Þetta segir feministinn Hugrún R. Hjaltadóttir í grein hér í bLaðinu um bókina vinsæLu Bridget Jones en tekur jafnframt fram að þessi boðskapur hafi ekki komist í gegn í kvikmyndunum sem gerðar hafa verið eftir bókinni. Er það ekki dæmigert? KvikmyndaframLeiðandinn nýtir sér vinsæLdir bókarinnar tiL að gera bíómynd en sleppir hinni beittu ádeiLu sem í henni feLst og getur vakið konur tiL femínisma? Hvað er það annars í nútímanum sem veLdur því að þaó þykir ekki smart að vera femínisti? Ástæðan fyrir þvi að kvikmyndaframLeið- andi sneiðir hjá femínískum boðskap er auðvitað hreint peninga- sjónarmið og unga fólkið streymir í bíó tiL að hlæja að hinni brotnu sjálfsmynd Bridgetar, sem snýst öLl um baráttuna við kaLoríurnar og að ganga í augun á hinu kyninu, án þess að skiLja samhengið og bregðast við gríninu með aukinni meðvitund um fáránLeika út- Litsdýrkunarinnar. En það eru ekki bara myndirnar um Bridget sem halda þeirri mynd að unga fóLkinu, slíktefni bókstafLega fLæðiryfir. Það er Leitun að fyrirmyndum fyrir ungar stúLkur sem ekki eru fuLl- komnar að útLiti, með alLa staðlana í lagi og vekja þar með minni- máttarkennd og óhamingju hjá þeim sem eru bara ósköp venjuLegar steLpur með ýmisLegt annað gott í persónuLeika sínum. Fyrir tveimur árum fannst okkur eins og ný bylgja femínisma væri að fæðast og gLöddumst yfir þvi að ungar stúlkur sögðu óhræddar og stoltar að þær væru femínistar. En nú er eins og þessi gleði og þetta stoLt hafi verió brotið niður hjá mörgum þeirra og þær veifa ekki eins ákafar merkjum þess að vera þessarar skoðunar. Þeim öflum í þjóðfélaginu sem hræðast styrk kvenna og völd virðist hafa tekist að Læða gömLu kLisjunum aó þessari kynslóð um að femínistar séu bara frekar brussur, jafnveL Lesbíur og svo framvegis. Frásagnir af fordómum stráka í grunn- og framhaldsskóLum um femínista eru uggvænLegar. Þar virðist gamLa karlremban Lifa góðu lífi með við- eigandi kvenfyrirLitningu. STJÓRNVÖLD fyrir aó skera niður styrki til Mannréttindaskrifstofunnar. Hverju Lýðræðisriki er nauðsynLegt að sinna mannréttindamáLum af heil- indum og til þess þarf fjármagn. HæLisleitendur hér á Landi finna sannarLega fyrir Litlum áhuga stjórnvaLda á mannréttindum. Eina ráðió við þessu er fræðsLa og aftur fræðsLa en því mióur er hLuthLaus fræðsLa um réttindabaráttu kvenna af skornum skammti í isLensku skólakerfi. Kvennahreyfingin sjáLf þarf Líka meiri styrk tiL að skýra sjónarmið sín þannig að það nái tiL aLls samfélagsins. StjórnvöLd þurfa því hið fyrsta að bæta úr þvi með því að styrkja kvennahreyfinguna fjárhagsLega, eins og gert er á NorðurLöndunum og þingmenn Vinstri grænna hafa Lagt tiL hvað eftir annað. wera / 1. tbl. / 2005 / 3

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.