Vera - 01.04.2005, Page 10

Vera - 01.04.2005, Page 10
Elín G. Ólafsdóttir hefur helgaö líf sitt kennslu og skólamálum auk pólitískra starfa fyrir kvennahreyfinguna sem borgarfulltrúi Kvennalistans. Hún hóf kennsluferilinn árið 1954 og meðfram því að ala upp sex börn tók hún virkan þátt í kjarabaráttu kennara og kenndi á námskeiðum fyrir kennara. Eftir að Elín hætti sem kennari og aóstoðarskólastjóri 63 ára gömul gerðist hún ráðgjafi fræðslustjóra Reykjavíkur og sá m.a. um samskipti við skólastjóra. Nýlega kom út á vegum Kennaraháskólans bókin Nemandinn í nærmynd - skapandi nám í fjölbreyttu umhverfi eftir Elínu. Þar má segja aö sé samandregin reynsla hennar af kennslustarfi í hálfa öld. Rauði þráður bókarinnar er fjölbreytt, skapandi og einstaklingsmiðuð kennsla. 10 / 2. tbl. / 2005 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.