Vera - 01.04.2005, Page 11

Vera - 01.04.2005, Page 11
 4 - NÝ BÓK EFTIR ELÍNU G. ÓLAFSDÓTTUR KENNARA OG KVENFRELSISKONU Elísabet Þorgeirsdóttir „Mér finnst svo gaman að skrifa," segir Elín með prakkaralega glampann í augunum þegar ég heimsæki hana í fallega húsið hennar í LanghoLtshverfinu í næsta nágrenni við LangholtsskóLa þar sem hún kenndi aLLan sinn starfsferiL. „Ég er byrjuð að Leggja drög að næstu skrif- um sem eiga að fjalLa um forskóLakennslu en mér hefur aLLtaf verið sú kennsla hug- leikin enda oLLi hún straumhvörfum. Fyrir nokkrum árum skrifaði ég ásamt Guðbjarti Hannessyni skóLastjóra og Sigríði Jónsdóttur námsstjóra kynningarritið Að byrja í grunnskóla sem er ætLað foreLdrum og forráðamönnum barna sem eru að byrja í skóLa. Ég tók virkan þátt í að móta kennsLu sex ára barna á sinum tima þar sem við tókum mið af kenningum um hið opna rými (open pLan teaching). Ég kenndi Lengi yngri bekkjum og vann eftir þessum hugmyndum sem ég hafði viðað að mér úr ýmsum áttum. Þær byggjast á því að skipuLeggja sig og svæðið þannig að börnin fái örvun úr um- hverfinu og Læri með því að skapa, í stað þess að sitja á stóL og horfa í hnakkann á næsta manni (messu- eða kirkjufyrirkomu- Lagið). Þegar ég fékk svo að kenna eLdri nemendum notaði ég sömu aðferðir því ég hef trú á því að það sé mikiLvægara hvernig börnin Læra heLdur en hvað þau Læra. í bókinni Nemandinn í nærmynd segi ég m.a. frá kennsLuaðferðum mínum og Lýsi því t.d. þegar ég og samstarfskona mín færðum kennsLurýmið fram á gang og bjuggum tiL í bókinni Nemandinn í nærmynd fjalla ég sérstaklega um einstaklingsmiöaö nám og fjölþrepa kennslu þar sem ríkja fjölbreyttir og skapandi starfshættir sem taka miö af getu og færni hvers nemanda það sem við köLLuð- um UndraLand. Þá fengum við tiL okkar umráða gamLa korta- geymsLu með faLL- egum, kringLóttum gLugga og bjuggum tiL úr henni athvarf fyrir börnin. Nafnið UndraLand var í anda Lísu í UndraLandi enda var markmiðió m.a. að örva skapandi hæfiLeika barnanna. Þau tóku þátt i að máLa herbergið og skreyta og máttu svo vera þar og Lesa eða teikna og vinna verkefni. Ég teL að hlutverk kennara sé aó kveikja þekkingarleitina og þorsta nemenda eftir því að Læra meira." SjáLf segist ELín hafa verið svo heppin að fá mikLa örvun sem barn í IsaksskóLa, meðaL annars hjá hinum frábæra teikni- kennara Kurt Zier. Að opna fyrir nemend- um hæfiLeikann tiL að sjá og heyra það sem er í kringum þau er mikilvægast í hennar augum og þar gegnir myndlist stóru hLut- verki. TiL að Læra meira um kennsLuaðferðir af þvi tagi fór hún m.a. tiL Reggio Emilia á ítaLiu þar sem unnið er markvisst að því að örva og efLa skynjun og skynfæri barna og tók sjáLf upp kennsluaðferðir í þeim anda. „í Reggio EmiLia er börnunum tamið að sjá, heyra og skynja umhverfi sitt á nýjan hátt og að setja sig í annarra spor, tiL dæmis í spor dúfunnar sem getur séð tiL beggja átta í einu, ekki bara beint fram. Ég Lagði áhersLu á að örva skiLningarvit nem- enda minna þannig að þau reyndu að sjá fLeiri fLeti, finna nýtt sjónarhorn, Leggja sig fram um að heyra betur, skynja fLeira og finna meira tiL. Ég teL að með þvi að þjáLfa börn í þvi að sjá nýja möguLeika og tækifæri aukist Likur á að við fáum skap- andi, frumLega einstakLinga með frumkvæði heLdur en með itroðsLuaðferðinni." Áhersla á einstaklinginn í lögum frá 1974 ELin segir að árið 1974 hafi það markmið verið sett í Lög um grunnskóLa að hver nemandi fái kennslu við sitt hæfi. Þar segir: „...grunnskóLinn skaL leitast við að haga störfum sinum í sem fyLLsta samræmi við eðLi og þarfir nemenda og stuðLa að aL- hLiða þroska, heiLbrigði og menntun hvers og eins." í kjöLfarið var sett i regLugerð að ekki skyLdi raða i bekki eftir námsgetu sem er að þróast í minni áhersLu á sérskóLa og meiri bLöndun nemenda. Þetta skóLaform hefur verið kaLlað skóLi án aðgreiningar. „Stefna er eitt og framkvæmd er annað," segir ELin. „Þessi lagasetning var framsæk- in á sínum tima en tiL að breyta kennsLu- háttum þarf markvissa framkvæmdaáætLun og eldhuga tiL að framkvæma verkið. Það hefur tekið Langan tíma að koma þessu í framkvæmd og til þess að það gerist þarf að gera ráðstafanir. í bókinni Nemandinn í nærmynd fjaLLa ég sérstakLega um einstak- Lingsmiðað nám og fjöLþrepa kennsLu þar vcra / 2. tbl. / 2005 / 11

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.