Vera - 01.04.2005, Page 27

Vera - 01.04.2005, Page 27
Ein af þeim aðferðum sem helst hefur brotið blað við gerð leiksýninga af þessu tagi er aðferð sem á ensku kallast dev- ising . Sú aðferð felst í því að allur leik- hópurinn vinnur saman að því að skapa sýninguna frá byrjun. Það ferli hefst of- tast á einhvers konar hugmynd að sýn- ingu eða umfjöllunarefni sem leiðir til þess að leikhópurinn býr til ramrna eða heildarþenra sem hægt er að vinna út frá á sjálfu æfingatímabilinu. Handritið sjálft verður svo til upp úr spuna og ýmis konar tilraunum þar sem allir hafa leyfi til að koma með sínar hugmyndir. Það er þó oftar en ekki leikstjórinn sem tekur endanlegar ákvarðanir um hvernig þessar hugmyndir skulu notaðar. Leiðin að lokatakmarkinu er sem sagt á skjön við hefðina; því að handritið verður til á leiðinni í stað þess að vera upphafið og útgangspunkturinn. María Kristjánsdóttir er full efasemda gagnvart þessari aðferð. „Á áttunda ára- tugnum gerði ungt fólk í leikhópum og leikhúsum hér ýmsar tilraunir með það að leikhópurinn skapaði sjálfur leiktexta í gegnum spuna. Þær tilraunir náðu aldr- ei máli. Ég er þeirrar skoðunar að það væri mikill skaði fyrir leikhúsið ef leik- arar og leikstjóri tækju yfir hlutverk höf- undarins. Að smíða orð fyrir átök leik- sviðsins er sérstök kúnst og við megum ekki láta sjálfumgleði og sjálfhverfu þess tírna sem við lifurn á breytast í upphafn- ingu á amatörisma. Að höfundur vinni með leikhúsinu og í leikhúsinu tel ég hins vegar nauðsynlegt.” £itt af höfuðeinkennum hins femíníska leikhúss er einmitt beiting þess á húmor. Margarjrœðikonur hafa bent á að eitt sterkasta aji hins femíníska leikhúss sé afbyggingin, að brjóta upp merkingu hlutanna með því að leika sér að staðalmyndum í stuttu máli mætti samt segja að fem- ínískt leikhús gangi út á að brjóta upp hefð og varpa ljósi á reynslu kvenna. Það er mikilvægt að við konur sem störfum í leikhúsinu séum meðvitaðar um þetta og miðlum reynslu okkar og upplifun- um áfram til komandi kynslóða. Við höfunt skyldum að gegna og við getum haft áhrif. „Vakandi auga konunnar nemur nátt- úrlega allt sem er að gerast í kringum hana og hver hópur, liver kona, vinnur úr því á sinn sérstaka hátt. Á þessu and- artaki er ofbeldið ríkjandi á íslandi, ofbeldi gegn náttúrunni, ofbeldi gegn manneskjunni og ofbeldi gegn öll- um þeini gildurn sem hafa sameinað okkur, þrátt fyrir ýrnis ólík viðhorf og hagsmuni. Ég held það hljóti að verða hlutskipti okkar kvenna á allra næstu tímum, ef við viljum lifa hér áfram, að hvessa augun á ofbeldið, skilgreina það og smíða okkar listrænu myndir af því. Engin listgrein, allra síst leikhúsið, getur lokað sig af frá heiminum,” segir María Kristjánsdóttir að lokuni. vcra / 2. tbl. / 2005 / 27

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.