Vera - 01.04.2005, Side 37

Vera - 01.04.2005, Side 37
Marengs og kaffi í stað bjórsöturs FÉLAG OFURLÖGFRÆÐINGA Á AKUREYRI VAR STOFN- AÐ ÁRIÐ 1994. í FÉLAGINU ERU NÚ UM 17 KONUR, FLESTAR FRÁ AKUREYRI EN EINNIG FRÁ HÚSAVÍK OG ÓLAFSFIRÐI. FYRIR VAR STARFANDI Á SVÆÐINU FÉLAG LÖGFRÆÐINGA Á NORÐUR- OG AUSTURLANDI SEM ER BLANDAÐUR FÉLAGSSKAPUR. INGA ÞÖLL ÞÓRGNÝSDÓTTIR lögfræðingur er meólimur í fé- laginu: „Karlarnir í stéttinni þekktust og hittust oft utan vinnu, t.d. í golfi, á Lionsfundum eða hjá Frimúrarareglunni. Þar mynduðu þeir vinabönd og tengslanet sín á milli sem við konurnar stóðum fyrir utan. Við fundum okkur ekki alveg á þeim vettvangi sem þeir stunduðu. Við ákváðum þvi að taka málin í okkar hendur og stofna Félag ofurlögfræðinga á Akureyri sem aðeins er opið konum. Við hittumst einu sinni i mánuði og í stað þess að gera eins og karl- arnir, sem sötra bjór, þá hittumst við yfir kaffi og marengstertu. Höfum þetta svolítið kvenlegt." Inga segir nafn félagsins hafa vakið mikla athygli hjá körlunum í byrjun og þeir hafi fussað og sveiaó. „Nafnið á að sýna að við erum engir eftirbátar karlanna. Svo er það aðalmarkmið féLagsins að konur styðji hver aðra og kristallast sú stefna í nafni félagsins." Konurnar i félaginu eru vissulega allar Lögfræðingar en sinna þó óLíkum störfum. Inga segir það einnig vera mikiLvægan þátt í starfi féLagsins að konur miðli reynsLu hver tiL annarrar án þess þó að brjóta trúnaó. Sá þáttur starfseminnar hafi gefist veL og verið Lær- dómsríkur fyrir þær alLar. Á eigin forsendum innan stéttarinnar ODDNÝ MJÖLL ARNARDÓTTIR LÖGMAÐUR VAR EINN AF STOFNFÉLÖGUM FÉLAGS KVENNA í LÖGMENNSKU SEM LEIT DAGSINS LJÓS 4. MARS 2004 0G ER NÚVERANDI FORMAÐ- UR ÞESS. ODDNÝ SEGIR FRÁ ÞVÍ AÐ HÓPUR KVENNA HAFI FARIÐ AÐ RÆÐA MÁLEFNI KVENNA INNAN STÉTTARINNAR OG UPP ÚR ÞVÍ HAFI SPROTTIÐ SÚ HUGMYND AÐ STOFNA SÉRSTAKT FÉLAG FYRIR KONUR. TöLurnar taLa sínu máLi en þrátt fyrir að hLutur kynjanna í laganámi hafi um Langt árabiL verið jafn eru konur aðeins 22% féLagsmanna í Lögmannafélagi ísLands. Oddný segir ójafnt hLutfaLL skýrast bæði af þvi að konur með Lögfræðimenntun leita síður í Lögmannsstarfið en karLar og aó auki er brottfaLl kvenna taLsvert úr stéttinni. Af eigendum Lög- mannastofa eru karLar 85% en konur 15% og kynjahLutföLLin verða enn skakkari þegar kemur að hæstaréttarLögmönnum en þar eru karLar 93%. „Okkur fannst Ljóst að eitthvað væri bogið við þessar tölur, það væri eitthvað við starfið, ímynd þess og starfshætti sem höfð- aði síður til kvenna en karla og ylLi því að þær næðu ekki sama framgangi og karLar," segir Oddný. „Markmið féLagsins er því að efLa samstarf kvenna og styrkja stöðu þeirra í stéttinni. Vió viLjum auka áhrif kvenna og þátttöku þeirra í lögmennsku. Það er einnig gífurLega mikiLvægt að þær konur sem eru í stéttinni verði sýnilegri og þar með fyrirmynd ungra kvenna." Oddný segir viðbrögð við stofnuninni hafa verið með ágætum og félagið sé í góðu samstarfi við stjórn LögmannaféLags IsLands. FéLag kvenna 1 Lögmennsku telur nú 91 konu en það er góður meir- ihLuti kvenna í stéttinni. „LögmannaféLag ísLands var upphaflega einungis skipað körLum enda engar konur í stéttinni. Hefðir þess féLags og starfshættir í stéttinni aLmennt hafa því verið sniðnir að þörfum og veruLeika karLa. Það er tiL dæmis haLdið árlegt goLfmót og fótboltamót með öflugri þátttöku karLanna en hið árLega jól- abalL Lögmanna Lá niðri vegna ónógrar þátttöku þar tiL ein féLags- kona stóð fyrir því að endurvekja það í fyrra. Viðtekin viðhorf um vinnutíma og vinnulag i stéttinni hafa Líka fæLt margar konur frá Lögmennsku. KarLarnir mynda ósjálfrátt tengsLanet í sLíku umhverfi en konunar finna sig ekki þar með sama hætti og missa því af því að mynd sLík tengsL. Með stofnun félagsins höfum við skapað bak- Land fyrir konur og vettvang fyrir þær tiL að kynnast hver annarri. Það sem ekki er síður mikiLvægt er að með stofnun féLags kvenna í stéttinni sköpum við okkar eigin forsendur innan stéttarinnar og Leitumst við að breyta hinum viðteknu karLLægu hefðum hennar." vera / 2. tbl. / 2005 / 37

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.