Vera - 01.04.2005, Qupperneq 39

Vera - 01.04.2005, Qupperneq 39
fagfélög kvenna / Vilja fjölga konum í tölvunarfræðum VIÐ HÁSKÓLANN í REYKJAVÍK ER í UNDIRBÚNINGI STOFN- UN FÉLAGS KVENNA í UPPLÝSINGATÆKNI EN FÉLAGINU ER ÆTLAÐ AÐ VERA EINN AF FAGHÓPUM SKÝRSLUTÆKNIFÉLAGS ÍSLANDS. ÁSRÚN MATTHÍASDÓTTIR LEKTOR í TÖLVUNAR- FRÆÐI VIÐ HR SEGIR KVEIKJUNA AÐ STOFNUN FÉLAGSINS HAFA VERIÐ RÝRAN OG MINNKANDI HLUT KVENNEMENDA í NÁMINU ÞAR TIL NÝVERIÐ. Á árunum 1998-2003 fækkaði konum úr 24% í 12%. Árið 2004 voru þær orðnar 20% en bæði konum og körlum fjölgaði það ár, konum um 11 en körium um 10. „Nemendur og kennarar deildarinnar hafa áhyggjur af þessu Lága hlutfalli. FormLeg markmið félagsins eru i mótun en við höfum rætt um að stuðla að fjölgun kvenna í tölvunarfræði, kerfisfræði, upp- lýsingatækni og í stjórnunarstöðum og stjórnum fyrirtækja." Að auki segir Ásrún að félagið eigi að vera vettvangur skoðanaskipta um störf kvenna í upplýsingatækni. „Upphaflega átti þetta reyndar bara að vera óformlegur klúbbur fyrir konur í tölvunarfræði í skóL- anum en fLjótt kom í Ljós að metnaður þeirra sem hafa mætt á und- irbúningsfundi var meiri. Nú er stefnt að stofnun fétags sem opið verður öLLum konum sem á einhvern hátt starfa að upplýsingatækni en það er mjög víður starfsvettvangur. Þær konur sem mættu á undirbúningsfundi viLdu aLvöru féLag sem væri tiLbúið tiL að berjast fyrir máLefnum þeirra innan greinarinnar," segir Ásrún. Árið 2003 kom út skýrsLa um stöðu kvenna í töLvunarfræði sem KoLbrún Fanngeirsdóttir vann undir handLeiðslu Ásrúnar og Hrafns Loftssonar en verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna. Þar kemur fram að áhugi á töLvum kvikni oft strax á barnsaLdri en þar sem flestir töLvuleikir séu hannaðir með áhugasvið stráka að LeiðarLjósi missi steLpurnar fLjótt áhugann. Að auki sé aLgengt að heimiListöLvan sé staðsett í herbergi strákanna og að þeir fái oftar gefins töLvu heLdur en stúLkur. Þannig sé mun LíkLegra að strákar þrói með sér áhuga á töLvum og Leiðist þannig út í nám tengt því. HÁSKÓLAÚTGÁFAN KYNNIR Kynjarannsóknir í þessu ráðstefnuriti endurspeglast hin mikla breidd sem er í kynjarannsóknum hér á landi. Sjónum er m.a. beint að heilsufari kvenna og kynjamyndum í bókmenntum og myndlist. Ennfremur er gerður samanburður á umskurði kvenna í þróunarlöndum og þeim (fegrunar)aðgerðum sem vestrænar konur gangast undir „sjálfviljugar" til að uppfylla staðlaðar kynjaímyndir. Inngangsgrein ritar heimspekingurinn Rosi Braidotti sem er einn helsti fræðimaður á sviði kynjarannsókna í heiminum. Karlmennska og jafnréttisuppeldi í bókinni er fjallað um stöðu drengja í skólum en undanfarið hefur þeirri skoðun vaxið fiskur um hrygg að drengir eigi þar undir högg að sækja. Ingólfur telur að slakan námsárangur drengja megi ekki síst rekja til áhrifa hefðbundinna og skaðlegra karlmennskuímynda á drengi. Bókin ertímabært innlegg í íslenska skólamálaumræðu. Karlmennska og jafnréttisuppeldi vera / 2. tbl. / 2005 / 39

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.