Vera - 01.04.2005, Page 44

Vera - 01.04.2005, Page 44
 STUNDAR VIÐSKIPTI EINS OG I ✓ ÞAÐ BARA KVIKNAÐI LJOS Á HIMNI ÞEGAR BARST HINGAÐ BOÐ UM AÐ STOFNA ÆTTI KVENNALISTA Á VESTURLANDI OG VIÐ STORMUÐUM NOKKRAR . VINKONUR Á STOFNFUNDINN KARLMAÐUR RÆTT VIÐ INGER A INDRIÐASTOÐUM tI Inger Helgadóttir er þekktur kvenskörungur en segist alls ekki vera skemmtilegur viómælandi. Annað kom þó á daginn þegar Guðrún Vala Elísdóttir heimsótti hana aó Indriöastöóum í Skorradal þar sem hún rekur margþætta feröaþjónustu. Inger er fædd á Akureyri árið 1951 en flutti fjögurra ára ásamt foreldrum sínum aó Vogum á Vatnsleysuströnd og bjó þar fram á unglingsár. Foreldrar hennar eru Sigurlaug Halldórsdóttir og Helgi K. Rassmussen, en hann dó 1984. Helgi var hálfdanskur en aiinn upp hér á landi. Beinast liggur við að spyrja hvort Inger sé danskt nafn? „Ég held að þeim hafi bara fundist það flott foreldrum mínum og ég er svolítió stolt af því að þau hafi verið dálítið fram- úrstefnuleg," svarar Inger. Frá Vogum fluttu foreldrar hennar til Keflavíkur og voru systkinin orðin fimm. „Mér finnst ég alltaf eiga mínar rætur i Vogunum og það var yndislegt að alast upp í svona þorpi." Um sextán ára aldurinn fór Inger að heiman og þá i sveit í Vatnsdalnum og var þar samfellt i eitt og hálft ár. Þaðan fór hún í Hólaskóla og kynntist manni að nafni Hörður Birgir Vigfússon. Þau giftust og eignuðust tvær dætur. En hvernig stóð á því að Inger kom að Indriðastöðum? Við Hörður slitum samvistum og upp úr þvi kem ég hingað. Ég bjó hér með Sveini Sigurðarsyni sem var bóndi og ólst hér upp. Við bjuggum saman í 23 ár en þá ákvað hann að flytja til Reykjavíkur. Það var haustið 1999 og ég ákvaó að kaupa af honum og sjá hvernig málin myndu þróast. Við Sveinn eignuðumst eina stelpu saman þannig að ég á þrjár stelpur og eina fóstur- dóttur sem býr í Danmörku." Hefur þú ekki aiið upp fleiri börn? „Jú, ég vildi hafa tekjur óháðar búinu, það var Liður í minu sjálfstæði. Fyrst tók ég krakka bara á sumrin en þaó þróaðist í að ég fór að taka fyrir Félagsmálastofnun og þá i ársdvöL. Fósturdóttir mín kom ekki fyrr en hún var orðin 14 ára gömuL en varð ein af okkur. Ég veit ekki hvað mörg börn ég hef haft, þeim hefur farnast misjafnLega eins og gengur, en einhvern veginn er þaó nú þannig að maður hugsar oftar tiL þeirra sem hafa oróió undir í Lifinu en þeirra sem pLumma sig i þessu dagLega amstri." Ertu hætt að taka krakka núna? „Þegar ég varð ein fékk ég mér au pair stúLku því að þá var ég með i vistun strák í grunnskóla. Ég var þá farin að vinna í Borgarnesi en við keyptum okkur efnaLaug saman þrjár vinkonur. Þrátt fyrir að vera afskapLega heppin með au pair stúLkuna fannst mér ekki hægt að vera með krakka frá FélagsmáLastofnun svona ein þannig að ÉG REK FJÓRHJÓLALEIGU ÁSAMT FERÐASKRIFSTOFUNNI ESKIMOS OG VIÐ ERUM ALLTAF AÐ BÆTA VIÐ OKKUR. ÞAÐ NÝJASTA ER KLIFURVEGGUR Á SÚRHEYSTURNINUM SEM MÉR SÝNIST AÐ ÆTLI AÐ GERA MIKLA LUKKU 44 / 2. tbl. / 2005 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.