Vera - 01.04.2005, Síða 52

Vera - 01.04.2005, Síða 52
tfWi sem valkos heilbrigðiskerfinu » Nú nýverið kom fram á Alþingi athyglisverð þingsályktunartillaga þar sem skorað er á Alþingi aó fela heilbrigóisráöherra aö skipa nefnd til aö undirbúa að hreyfing geti oröið valkostur í heilbrigðisþjónustu. Flutningsmenn tillögunnar gera þá ráð fyrir hreyfingu sem lækningu eða hluta hennar og sem fyrirbyggjandi aðgerð. I hugmyndinni að baki tillögunni felst aö læknar geti vísað á hreyfingu sem meðferð vió sjúkdómum á sama hátt og á lyf eóa læknisaðgerðir. Tillagan gerir ráö fyrir að nefndin meti hvort gera þurfi breytingar á lögum til aó ná þessu markmiði og hvort setja þurfi á laggirnar nám eöa endurmenntun fyrir þá sem hafa umsjón með hreyfingar-, lífsstíls- eða þjálfunaráætlunum. Lagt er til að heilbrigðisráóherra skipi formann nefndarinnar og landlæknir, Læknafélag íslands, Samtök sjúkraþjálfara, heilsugæslan, íþróttasamband íslands og Lýðheilsustofnun tilnefni einn hver. Nefndin á síðan aó skila tillögum sínum í janúar 2006. Fyrsti flutningsmaður tillögunnar er Ásta R. Jóhannesdóttir og með henni að tillögunni standa þingmenn úr öllum flokkum. 52 / 2. tbl. / 2005 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.