Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 54

Vera - 01.04.2005, Blaðsíða 54
Karlmennska og jafnréttisuppeldi Útgefandi Dreifing eftir Ingólf Asgeir Jóhannesson Rannsóknastofa i kvenna- og kynjafræðum við Háskóla íslands Háskólaútgáfan Elín G. Ólafsdóttir Fróöleg bók meö femíníska sýn á jafnrétti kynja Karlmennska oq jafnréttisuppeldi Bókin Karlmennska og jafnréttisuppeidi er efnismikil. í þessari stuttu kynningu mun ég einungis tæpa á örfáum efnisþáttum. Þegar upp er staðið sé ég að ég hef farið lauslega yfir tiiurð, tilgang og meginstoð- ir en siðan fjalla ég stuttlega um það sem feltur undir þrætubók. Undir það fellur meðaL annars „drengjaorðræðan" sem ég dvel dálítið við. Margt mjög athygLivert verður að liggja óbætt hjá garði. Höfund bið ég velvirðingar á því. í bókarbyrjun greinir höfundur frá til- urð bókarinnar sem hann segir að hefði ekki orðið tiL nema vegna póLitískra áhrifa og þátttöku í umræðum og átökum um mennta- stefnu. í inngangi er fjaLLaó um tiLgang og gerð bókarinnar. Þar kemur meðal annars fram að bókin eigi sér margar rætur, fræði- Legar, póLitískar og persónuLegar. Hugtök segist höfundur sækja tiL menntunarfræða og kynjafræða og styðjast við erLendar og innLendar rannsóknir á þessum fræðasviðum. Einnig er í upphafi gerð grein fyrir grunn- hugmyndum og aðferðum sem byggt er á. Kynjuð - prófemfnfsk bók Hugmyndir og vinnuaðferðir höfundar byggja á fjórum meginstoðum: Kynjafræði, póststrúktúralisma, jafnréttisákvæðum ís- lenskra Laga og námskrár- og skóLaþróunar- fræði. Höfundur telur að póststrúktúraLísk sjónarmið á viófangsefnið séu nauðsynleg tiL að auðvelda fólki að efast um hið við- tekna, svo sem það að trúa því að karL- ar og konur hafi tiltekið, áskapaó eðli. Samkvæmt skilgreiningu höfundar er horft á viðfangsefni bókarinnar frá kynjafræói- Legu sjónarhorni og þannig er gert ráð fyrir aó störf, vióhorf og hegóun séu „kynjuó" eða „kynbundin." KynjafræðiLegt sjónar- horn byggir einnig á því að einstakLing- ur taki á sig kyngervi (gender). Bókin er prófeminisk en prófemínistar nota einkum aðferðir róttækra femínista. Þeir Líta á þaó sem skyLdu sína að berjast fyrir réttlátu samféLagi. Prófemínistar eru hLynntir mál- stað homma og Lesbía og „gagnkynhneigð- arremba" (hómófóbía) er eitur í þeirra beinum. Þessi bók er skrifuð undir femín- ísku sjónarhorni, sem ekki er það aLgenga af háLfu karla sem tjá sig um jafnréttis- mál hér á Landi. Á því eru einungis örfáar undan-tekningar. Hin feminíska sýn, efn- istök og viðfangsefni höfundar gera þessa bók eink-ar áhugaverða og sérstæða. Þetta er timabær, fróðLeg og þörf Lesning. Ég spái því að bókin Karlmennska og jafnréttisupp- eLdi muni reynast heiLladrjúgur förunautur í námi og kennsLu á komandi árum. INN í ÞESSA YFIRLÝSINGAGLÖÐU, TILFINNINGAÞRUNGNU ORÐRÆÐU BRÝST INGÓLFUR MEÐ ÞESSARI BÓK EINS OG FRELSANDI ENGILL MEÐ FERSKA, FRÆÐILEGA, PRÓFEMÍNÍSKA, EÐA KYNJA- OG MENNTAPÓLITÍSKA, VEL RÖKSTUDDA SÝN Á VIÐFANGSEFNIÐ Höfundur segir aó meginkveikjan að bókinni sé tvímæLaLaust gagnrýnar rann- sóknir femínista á menntun drengja og drengjaorðræðunni. í framhaLdi segir að bókin sé afrakstur af þrennu: í fyrsta Lagi af ítartegum athugunum á erlendum rann- sóknum, einkum áströlskum, breskum og norrænnum, þótt misjafnt sé að hans mati hve mikið megi læra af ertendum rann- sóknum um ísLenskt samfélag og skóta- starf. í öðru Lagi af frásögn af sjátfstæðri, eigin rannsókn árin 2000-2002. Um þessa rannsókn sína segir Ingólfur að hún hafi falist í viðtötum við 14 kennslukonur í grunnskótum: Til að gera frásögnina tilþrifameiri segi ég stundum að drengjaorðræðan og ósann- gjarnar ásakanir á hendur kennslukonum um að þær geti ekki mætt menntunarþörfum drengja hafi legið svo þungt á mér að ég hafi fundið mig tilneyddan til að bregðast við á einhvern hátt. Þannig virðist rannsóknin með viðtöL- unum 14 tiLkomin. Ekki slæmur hvati tiL að rannsaka Litt rökstuddar ásakanir á hendur kennsLukonum. í þriója Lagi segir höfundur að bókin sé afrakstur umhugsunar og við- ræðna um menntun drengja og stúLkna við fjötda fótks, fagfótk og aðra, auk tútkunar á eigin viðtatsrannsókn. Drengjaorðræðan Um markmið bókarinnar segir: „Markmið bókarinnar er einkum tvenns konar: í fyrra Lagi að beita hugtökum menntunar- og kynjafræða tiL að skilja betur umræður um menntastefnu og skóLastarf samtimans. í síðara Lagi aó Leggja fram raunhæfar hug- myndir um jafnréttisuppeLdi drengja." SérstakLega horfir höfundur á misrétti og valdahLutfölL i samskiptum kynja og bendir á að hið mikiLvægasta í alLri umfjöLl- 54 / 2. tbl. / 2005 / vera
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vera

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vera
https://timarit.is/publication/858

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.