Ljósmæðrablaðið

Volume

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Page 49

Ljósmæðrablaðið - 15.06.2007, Page 49
l°k>u<m fyrirlestri voru ýmsir til að heiðra Ólöfu Ástu. Á myndinni má sjá Guðlaugu >»arsdóttur formann LMFÍ, Margréti Hallgrímsson sviðsstjóra Kvennasviðs LSH og einunni Blöndal Ijósmáður þar sem þœrfluttu ávörp ogfœrðu gjafir í tilefni þessa merka aJanga. Lesley Page, annar leiðbeinenda við doktorsverkefnið og Olöf Asta. Chris McCouri professor, Faculty of ea|th and Human Sciences, Thames alley University. Fulltrúi í doktors- nd frá fslandi var dr. Sigríður Dúna ■stmundsdóttir, prófessor í mann- fræði, Félagsvísindadeild, Háskóla Islands. Að loknum fyrirlestri, bauð Ólöf Ásta til veislu, þar sem fjöldi manns var saman kominn til að samfagna henni með þennan merka áfanga, sem mark- ar spor í sögu ljósmæðrastéttarinnar á íslandi. Þar var glatt á hjalla, eins og við var að búast, með söng, dansi og ljúffengum veitingum. Fyrsti íslenski formaður Norðurlandasamtaka Ijósmæðra (NJF) Á stjórnarfundi Norðurlandasamtaka ljósmæðra (Nordisk Jordmor Forbund NJF) sem haldinn var í Turku í Finnlandi 2.-3. maí, var Hildur Kristjánsdóttir ljós- móðir kjörin formaður Norðurlandasamtakanna. Það er í fyrsta sinn í 57 ára sögu samtakanna sem íslendingur verinir það sæti. Hildur hefur verið fulltrúi íslands í stjórn NJF síðan 1986. Norðurlandasamtök Ijósmæðra voru stofnuð árið 1950 í þeim tilgangi að efla samvinnu Ijósmæðra á Norðurlöndum. Þau ljósmæðrafélög sem aðild hafa að NJF eru það íslenska, danska, norska, sænska, finnska og hið nýstofnaða færeyska. Árlega er haldinn stjómarfundur þar sem hvert landanna á tvo fulltrúa. Á þriggja ára fresti er haldin ráðstefna og hefur hún þrisvar sinnum verið haldin á íslandi, 1965, 1983 og 2004. Á Norðurlöndum eru um 15 þúsund starfandi ljósmæður, þar af um 220 á Islandi. Ljósmæðrafélag íslands óskar Hildi innilega til hamingju með formannsstöð- una. Ljósmæðrablaðið júní 2007 49

x

Ljósmæðrablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ljósmæðrablaðið
https://timarit.is/publication/862

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.