Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 10

Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 10
______Aldarmlffning_______________ 11. sept. s.l. voru liðin 100 ár frá fæðingu séra Jóns Sveins- sonar, prófasts. Sunnudaginn næstan á undan var hans minnzt í Akraneskirkju. Séra Jón var sóknarprestur á Akranesi í 35 ár. V* - ------------- Þegar séra Jón Benediktsson, síðasti presturinn, er sat í Görðum, og sá, sem lét reisa Garðahúsið, sem enn stendur, — en sú framkvæmd var allmikið átak á sinni tíð og um algjöra nýjimg að ræða í bygg- ingarsögu þjóðarinnar, — fluttist frá Görð- að Saurbæ á Hvalfjarðarströnd árið 1886, eftir 21 árs prestsþjónustu hér, vígðist til Garðaprestakalls 28 ára gamall kandidat, norðlenzkur að ætt, er varð sóknarprestur Akumesinga um 35 ára skeið. Þessi mað- ur var Jón Sveinsson, prófastur. Fullu nafni hétt hann Jón Andrés. Hann var fæddur að Snæringsstöðum í Svínadal í Austur-Húnavatnssýslu 11. september 1858, og eru því rétt hundrað ár liðin frá fæðingu hans. Foreldrar séra Jóns vom Sveinn, bóndi lengst á Ytri-Löngumýri í Blöndudal, Þorleifsson, hreppstjóra í Stóra- Dal í Svinavatnshreppi, Þorleifssonar, og kona hans, Sigríður Pálmadóttir, bónda í Sólheimum í Ásum, Jónssonar. Mun síra Jón hafa verið heitinn eftir móðurafa sín- um. Hann ólst upp hjá foreldrum sinum og taldi sig til heimilis hjá þeim, þar til hann, að loknu kandidatsprófi, fékk fasta stöðu í Reykjavik. — Foreldrar séra Jóns voru sæmilega stæð og kostuðu hann í skóla, og vel var hann að heiman búinn, að sögn sólabróður hans. Faðir hans dó árið 1885, tæpu ári áður en hann vígðist, og móðir hans 12 árum síðar, 1897. Séra Jón settist 18 ára gam- _________________; all í 1. bekk Latínuskólans og var þar við nám til stúdentsprófs, er hann lauk í júlí 1882, með I. eikunn. Hann var góður og farsæll námsmaður. Stærðfræði og gömlu málin: latína og gríska, sem og móðurmál- ið, vom eftirlætisgreinir hans. 1 bekk með séra Jóni vom margir af- bragðsnámsmenn og síðar þjóðkunnir menn. 1 þeim hópi vom m. a. Jón Stefáns- son, dr. phil., séra Kristinn Daníelsson, Ólafur Davíðsson, þjóðsagnaritari, Jón Þorkelsson (fomi), séra Ámi Jónsson (prestur á Skútustöðum), séra Hafsteinn Pétursson, Sigurður Thoroddsen, yfir- kennari; ennfremur Níels R. Finsen, ljós- læknirinn heimskunni. Hannes Thor- stteinsson, sonur Áma landfógetta, var og í bekk með séra Jóni og vom þeir mjög samrýmdir. Lásu þeir löngum saman heima hjá Haxmesi, í litlu herbergi uppi á lofti í gamla landfógetahúsinu. Séra Jón Sveinsson lauk kandidatsprófi í guðfræði eftir tveggja ára nám í presta- skólanum, 3. september 1884, með mjög hárri I. einkunn. 1 skóla eignaðist séra Jón góða félaga og vini. Sjálfur var hann svo prúður skóla- sveinn og ljúfur, að skólabræður hans sóttust eftir að fá að deila stundum og dögum með honmn. Hógvær og stilltur gekk hann um sali skóla síns, og þannig var einnig ferill hans í æfistarfi til hinztu stundar. 146 AKRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.