Akranes - 01.07.1958, Síða 11

Akranes - 01.07.1958, Síða 11
Séra Jón Sveinsson. Á námsárum sínum hélt hann jafnan heim á vorin, eftir vetrarútivist, til for- eldra sinna og æskustöðvanna nyrðra, til sumarannanna í sveitinni, eins og títt var löngum um skólapilta. Nú urðu þáttaskil í lífi hans. Næstu tvö árin var hann rit- ari Áma landfógeta, og 24. april 1886 voru séra Jóni veittir Garðar á Akranesi. 23. maí var hann vígður prestsvigslu og flutti fyrstu messu sína í gömlu Garðakirkju á hvítasunnudag þá um vorið. Kirkja Akur- nesinga hafði þá staðið í Görðum um alda- raðix, allt frá fyrstu kristni, og jafnframt verið sóknarkirkja allra í Garðaprestakalli frá 1814, er Innra-Hólmskirkja var niður- lögð, til 1891, er Innri-Hólmur fékk sína kirkju endxxrreista. I Garðakirkju flutti séra Jón síðustu messu, sem þar var flutt, á gamlárskvöld 1895, en þá hafði verið ákveðið að færa kirkju safnaðarins frá Görðum og niður í Skagaxm. Akraneskirkja, arftaki hinnar Frú Halldóra Hallgrímsdóttir. fornu Garðakirkju, var vígð 23. ágúst 1896, eða fyrir 62 árum. Séra Jón pró- fastur framkvæmdi þá vígslu 1 fjarveru biskups, er eigi komst á milli frá Reykja- vik á tilteknum degi vegna hvassviðr- is. Stórt áraskip hafði þó verið mannað völdum mörmurn til að sækja biskup og málað grænt af þessu sérstaka tilefni. Þetta skip var lengi til á Akranesi eftir þetta og gekk jafnan xmdir nafninu „biskupinn“. Þegar séra Jón gerðist sóknarprestur Ak- umesingaa, var haxrn ókvæntur. Harrn fór ekki heim að Görðum til búsetu þar, sem gjört höfðu Garðaprestar á undan honum, heldur settist að niðri i Skagan- um, í Guðrúnarkoti, í húsum Hallgríms Jónssonar, hreppstjóra. Þar var þá í föður- garði dóttir Hallgríms, Halldóra, á svip- uðu reki og hann, fædd 13. júní 1855. Hún var fríð og glæsileg, gáfuð og búin kvenlegum yndisþokka. Halldóra og séra Jón giftust þremur árum siðar, 8. febrúar 147 A K R A N E S

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.