Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 16

Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 16
inn í Holtin við Berjadalsá. — Hér a varð skjótt mikil breyting eftir að Pétur komst á þing. Sama mátti segja um sima- lagningar. Frá því fyrir síðustu aldamót var hér vakandi óvenjulega sterk alda fyrir friðun Faxaflóa fyrir öllum togveið- um og var almenningur sem stóð óvenju- lega þétt um þessa kröfu, og var hvc't tækifæri notað til þess að halda þessu máli vakandi. Þetta mál gerði Pétur þegar á fyrsta þingi að sínu mesta baráttumáli, svo að þar ber hann höfuð og herðar yfir alla samþingsmenn sína á hverjum tíma. Pétur gengm- ekki að neinu verki með hálfum huga eða afli. Ef hatm telur það þess vert að koma því fram, verður allt undan að láta áður en gefizt er upp. Fljót- lega varð Pétur mjög laginn samninga- maður, ítinn og sannfærandi, því að hann krafði hvert mál svo til mergjar, að hann gjörþekkti kosti þess, veilur og vankanta. Lægni hans og samvinnuþýðleiki hefur þó ákveðin takmörk, því að eigi haim að slá af eigin málstað til óþurftar og meira en samvizkan leyfði, er enginn fastari fyr- ir og óhagganlegri. Pétur er alltaf hreinn og beinn og hatar allt baktjaldamakk og sýndarmennsku. Pétur er löngu viðurkenndur sem einn bezti þingmaður sem á þingbekkjum hef- ur setið. Ekki aðeins af flokksmönnum hans, heldur mönnum úr öllum flokkum. Ég tel hann hiklaust mesta þingskör- ung Borgfirðinga fyrr og síðar, að Hann- esi Stephensen ekki undanskildum. Pétur hefur ekki fiskað eftir virðingamerkjum eða bitlingmn. Hann er vist allra þing- manna lausastur við það. Hann gengur heill og óskiptur að störfum á Alþingi, og ekki er hann fyrr kominn heim, en hann hefur ýtt bát sínum úr nausti, eða gengið óhikað til annarra bústarfa. Á sviði félagsmála hefur Pétur notið óvenjulegs trausts og þar jafnan settur i fremstu víglínu. Þar hefur hann gengið heill til starfs og lagt sig allan fram, og hlotið maklega viðurkenningu fyrir. F-'r títt mun að hitta fyrir svo heilsteyptan mann og fjölhæfan til starfs. Pétur er alltaf glaður og reifur, fjörugur, fyndinn og viðræðugóður í hvaða hópi sem er. Á sjötugsafmæli Péturs á Ytra-Hólmi, 2. ágúst s. 1., fór enginn í grafgötur um vinsældir hans og margvísleg virðingar- merki og þakkartákn fyrir vel unnin störf á löngum og farsælum starfsdegi, en hann hefur nú lengst verið þingmaður allra þingmanna samfleytt á Islandi fyrr og síðar. Mikill fjöldi heimsótti Pétur þennan dag, og voru sumir langt að komnir og þar voru fleiri en sauðtryggir kjósendur S j álf stæðisf lokksins. Helztu gjafir, sem Pétri hárust þennan dag, voru: 1. Frá Búnaðarfélagi Islands, áletrað gull- úr með gullkeðju. 2. Frá Fiskifélagi Islands, hin ljósprent- aða Guðbrandsbiblía í fögru bandi. 3. Frá Stéttarsambandi bænda, málverk af Þingvöllum. 4. Frá Sláturfélagi Suðurlands, mjög vandað upptökutæki. 5. Frá Bændafélagi Innri-Akraneshrepps, stór ljósmynd af bæ Hannesar Step- hensens á Ytra-Hólmi. 6. Frá Guðmundi Jónssyni oddvita á Innra-Hólmi, stór ljósmynd af Ytra- Hólmi, eins og hann er nú. 7. Þá tilkynnti Guðmundur Jónsson, skólastjóri á Hvanneyri f.h. kjósenda og vina Péturs í kjördæminu, að gerð yrði lágmynd af þeim hjónum báðura, Pétri og Petrínu Ottesen, og henni komið fyrir í blómagarði framan við hús þeirra. Framhald á bls. 157. 152 ARRANES
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.