Akranes - 01.07.1958, Síða 20

Akranes - 01.07.1958, Síða 20
Sandi og þau voru farin að hugsa til að flytja suður, voru þau þó mjög hikandi. Þá var þeim sagt að handan, að þau mættu ekki hika. Þar biði þeirra batn- andi tímar. Húsnæðið, sem þið fáið fyrst, verður lélegt, það næsta betra og hið þriðja gott, og þar mun ykkur líða vel og þið verða ánægð. Allt þetta gekk eftir. Með góðu fólki. Þetta söguágrip er merkilegt, þó mætti gæða það enn meira lífi og innsýn í heim trúar og trausts á handleiðslu Drottins, ef allt væri sagt — og vel sagt. Stjama þessara hjóna er þeim hagstæð. Ekki á vissum mánuðum eða árstíðum. Þau taka við leiðbeiningum og lúta þeim í lotningarfullu trausti, sem aldrei hefur brugðizt þeim. Eftir að Guðlaugur fluttist til Kefla- vikur gerðist hann innheimtumaður fyrir ýmis fyrirtæki í bænum. Samhliða gerð- ist hann útsölu- og innheimtumaður fyrir ýmiss blöð, timarit o. fl. Allt þetta rækti hann með sinni sérstöku trúmennsku i orði og athöfn, við sivaxandi vinsældir og trúnað þeirra, sem nutu. Með þessu létta starfi ofbauð hann þó enn heilsu sinni. Má af því sjá, hve hún hefur verið á völtum fæti. Asminn var að verða honum óbæri- legur, og nú varð hann enn að fara að liggja, eða hreyfa sig alls ekkert. „Með lögum skal land byggja, — og þau verða að hafa sin tog“, segja menn. Það er ákveðið samkv. lögum, að veita mönn- um örorku- og ellistyrk. Þar munu lín- umar oftast svo nákvæmlega þræddar, að viðkomandi yfirvöld taka styrkinn af þeim sem njóta á, ef hann hreyfir hug eða hönd til þess að bjarga sér eitthvað til viðbótar þeim litla styrk, sem honum er ætlaður samkv. lögum. Þessi grein er auðvitað fyrst og fremst skrifuð til heiðurs óvenjulegum persón- um, sem með öllu lífi sínu hafa gefið samferðamönnumnn óvenjulegt eftirdæmi. En ekki kemur mér annað til hugar en að lofa og prísa þau bæjaryfirvöld og þjóna réttlætis og skilnings á mannlegar þarfir og reisn, sem viðkomandi aðilar í Kefla- víkurkaupstað búa yfir gagnvart þeim manni, sem hér á hlut að máli. og hann getur ekki lofað nógsamlega. Ég segi hér ekki nánar frá viðbrögðum þeirra i Guðlaugs garð, skilning og hjálp- semi á alla lund. Þar eru réttir menn með hjartað á réttimi stað. Menn, sem virða og meta sjálfsbjargarviðleitni sjúkra manna og fátækra, og gera allt til að létta undir með þeim. Gera þeim lífið bæri- legra með þvi að meta og verðlauna sjálfs- bjargarviðleitnina, bæjarfélaginu í heild til sparnaðar og margfaldrar blessunar. Þeir eru ekki meiri steingervingar en það, að þeir láta skynsamleg rök og hjart- að ráða hvar fjárplógslina bæjarins er dregin gagnvart þeim fátæku, sjúku og sárþjáðu, sem með trúnaðartrausti og sam- vizkusemi rækja lífið sem heilaga köllun, sjálfum sér og meðbræðrunum til bless- unar. Þess skal aðeins getið, að fyrir þeirra tilstilli — þótt neitað væri á hærri stöð- um — fékk Guðlaugur eigin bil til að gera sér starfið mögulegt áfram. Það varð til þess, að nú er starfið honum ekki lengur þraut. Heilsan hefur stórum batnað, og honum finnst lífið allt ein sigurganga. Guðlaugur er tengdur lífi tveggja heima og lýtur þeim báðum i lotningu hins heil- brigða manns, sem ekki má vamm sitt vita í neinu, og hann hefur uppskorið riku leg laun í samræmi við það. Þau hjón eiga eina dóttur. Eplið fellur sjaldan langt frá eikinni. Hún er enn í foreldrahúsum, þar sem fað- 156 AKRANES

x

Akranes

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.