Akranes - 01.07.1958, Page 24

Akranes - 01.07.1958, Page 24
hér mun ekki notið náða, nær mun hitt að hrýnist stálin. / Faxosjó Mjög er breytt um svið frá vSogni, siglt er fyrir Reykjanes, segir fátt af fjarðalogni, fast og lengi tíðmn blés. Nú er mál að leita lægis, landið fyrir stafni rís, gróin strönd í örmum Ægis, athöfn ný og starfi vis. Fjærst í norðri úr hafi hyllir hvítan jökul, glæsta sýn, kveldsól breðann bjarta gyllir, beinir orðum storð til þín: Hér skal viðlent vonum öllum, verkahringur fangastór, mikil héruð föðmuð fjöllum, fagrir dalir, gjöfull sjór. Sigla skal til iimstu ósa, alltaf stækkar svið og föng, óskalending knerri kjósa, kveðja stýri, súð og röng, stíga að nýju fæti á foldu, festa heit í nýrri vör, eiga spor í mjúkri moldu mörkuð, eftir langa för. tJtlægan mig gylfi gerði, gafst mér lítið fangaráð, gisting undir sjóla sverði sýnd, ef fengi til mín náð. Vestur um sæ hann boðskap beindi bauð til fé og loforð köld, að fyrir meyjarrán ég reyndi ríkrar hefndar málagjöld. Hvergi samt mun okkur iðra, að við rufum frænda bann. ljós og heið er nótt hér nyrðra, nú er bjart um konu og mamn. Stórra ásta gjöld skal greiða glöðum huga, sterkri mund. — Nú skal fella rá og reiða, rennur skeið um Borgarsund. Á Borg Viðlent er ríki bóndans á Borg, boði hans margir lúta, hyggjumaður, um tún og torg, treystir og leysir hnúta, óskiptinn þó um annarra hag, á öllu kann Grímur stjóm og lag, en enginn skildi rekkur reyna að rjála við hans deildarsteina. Birni hann fagnar af feginleik, föng eru næg í görðum, kunnugur vel hans ættareik innir um margt í Fjörðum. Bjöm á við öllu sannorð svör, segir þó hvergi meir né gjör en það, sem Grímur gjörla spyr um og geymir ei hitt i skáladyrum. Þó sér að bónda þykir mest um Þóru hlaðhönd í ranni vert, sem hinn ættargöfga gest, greinir af raun og sanni: „Fóstbróður góðs ég minnast má, marga rausn ég af hersi þá, 160 AKRANES

x

Akranes

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.