Akranes - 01.07.1958, Page 29
stunda bóklegar iðnir, skrá og rita, endur-
rita og auka það, sem áður var ritað. Það
er vafalaust, að í klaustrunum varð mik-
ið til af þeim bókmenntum formun, sem
nú þykir mest prýði að í íslenzkri menn-
ingarsögu. Það er einnig öruggt, að í
klaustrunum voru bækur betur varðveitt-
ar en síðar varð. Það er efalaust mest eftir-
sjá í þvi, sem hvarf í umróti siðaskipt-
anna hér á landi, hinu mikla véi, sem
þjóðleg menning átti þar.
En það er svo með klaustrin eins og
margt annað, að fleira þarf að athuga i
sambandi við' þau, en björtu hliðamar
einar. Rekstur þeirra var að mestu byggð-
ur á tekjum af jarðeignum og kúgildum.
Þar sem þau voru staðsett í litlum hémð-
xun, náðu þau brátt þeim tökum á efna-
hagslífinu, að mjög illt varð fyrir hændur
að standa á móti ásælni þeirra. Þau eign-
uðust smátt og smátt meiri hluta jarð-
anna og kúgildanna. Þetta hafði það í
för með sér, að bændumir urðu leiguliðar,
en með því urðu þeir ósjálfstæðari og réðu
ekki lengur sínum málum sjálfir af þeim
glæsibrag sem áður.
Það er athyglisvert, að sú ætt hér á
landi, sem mest og bezt vann að Siða-
skiptunum, var einmitt nátengd klaustri.
Ehi þar á eg við ættmenn Gissurar bisk-
ups Einarssonar í Skálholti. Hann hlaut
upphaf frama síns fyrir atbeina Hall-
dóru abbadísar í Kirkjubæ á Síðu, föður-
systur sinnar. Hún styrkti hann og syst-
kini hans eins mikið og framast gat.
Gissuri kom hún í þjónustu ögmundar
biskups í Skálholti, en biskup hjálpaði
honum til frekara náms erlendis. Komst
hann og bræður hans til mikilla metorða
hjá biskupi og varð það til þess, að afkom-
endur þeirra urðu um langan aldur ein
mest virta embættismannaætt landsins.
Gissur Einarsson varð snemma mjög
hrifinn af hinrnn nýja sið. Hann hefur
strax á námsárum símnn í Þýzkalandi
kynnzt honum og hann gagntók hann
svo, að hann vann af alhug að þvi að
koma honum á hér á landi. Eg tel hiklaust,
að Gissur Einarsson hafi gert sér fulla
grein fyrir því í upphafi, að Lúthers-
kirkjustefnan var ekki aðeins fullkomn-
ari í trúarlegum skilningi, heldur leysti
hún einnig vandamál, sem voru efst á
baugi sem vandamál heimahéraðs hans og
annarra héraða viða um land.
Það er vitað mál, að klaustrin í Vestur-
Skaftafellssýslu sátu mjög yfir hlut
hænda. Þetta er lítið hérað og hefur það
fljótt komið fram, að tvö klaustur í ekki
stærri byggð hlutu að verða ofraun at-
vinnuháttunum. Þetta hefur Gissur bisk-
up þekkt manna bezt og fundið, að frjó-
agn hins nýja siðar leysti þessar viðjar af
frændum og vinum á æskuslóðum hans.
Jafnframt hefur hann séð, að hin kaþólska
kirkjustefna hér á landi var algjör fjötur
á athafna- og menningarlíf þjóðarinnar.
En hins vegar gaf hinn nýi siður mörg
tækifæri til framfara og endurbóta, ef rétt
og vel var haldið á málum. Það dylst eng-
um, sem kynnir sér sögu Gissurar biskups
og sigur hins nýja siðar hér á landi um
hans daga, að hann stefndi þar að hærra
marki en nokkur annar kirkjulegur höfð-
ingi hefur gert bæði fyrr og síðar, að
undanteknum Gissuri Isleifssyni biskupi.
En sigur Gissurar Einarssonar var að
mestu byggður á fylgi alþýðunnar, sem
var fyrir löngu orðin langþreytt á ásælni
og yfirgangi hinna kaþólsku kirkjuhöfð-
ingja, hvað snerti yfirráð og eignarrétt á
jörðum og kúgildum. Enda kemur það
greinilega fram á biskupsárum Gissurar
í Skálholti, hvað hann tók vægt á þessum
málum. Enginn Skálholtsbiskup lenti í
eins fáum málum út af jarðeignum og
hann. En hitt er þó enn athyglisverðara,
hvað hann tók þau mál mildum tökum
AKRANES
165