Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 41

Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 41
ingamenn hinnar nýju gullaldar, er að fullu rann upp, þegar borgarastyrjöldun- um var að fullu lokið. Til þessa sögulega staðar komu skáld og listamenn, því að Mekenas var frömuður alls konar mennta og studdi óspart þá, er honum þótti nokk- urs um vert. Hefur það gefið Mekenasi ódauðlega sæmd, því að af nafni hans er enn í dag og víða um lönd kallaðir Meken- asar þeir, sem vemdarar eru og velgjörðar- menn upprennandi skálda og listamanna. Samt var mú ekki hlaupið að þvi að ná hylli hans, né heldur stóð hús hans opið hverjum einum, þvi hann var ákaflega vinavandur og seintekinn, en tryggðatröll hið mesta, þegar vinátta hans var fengin. Fram fyrir þennan mikla höfðingja var Hóraz nú leiddur, hinn ættlausi, fátæki leysingjasonur, sem þar að auki hafði ver- ið i mótstöðumannaflokki. Hóraz sjálfur hefur gefið góða lýsingu á þessum fyrsta fundi þeirra (1. bók Sermónanna 6. kvæði). Hóraz var upphurðarlítill og feiminn og sagði fátt. Mekenas var næsta þurr á manninn, en lagði ]ió nokkrar spurningar fyrir Hóraz um ætt hans og atferli, og svaraði Hóraz þvi blátt áfram, eins og var, og dró engar dulur á uppruna sinn né æsku-athafnir. Tók Mekenas því fálega og lét ekki i ljós, hvort lionum likaði betur eða verr. Hann lét svo Hóraz fara án þess að ympra á, að hann kæmi aftur. Ekki er ólíklegt, að Hóraz hafi farið af fundi þeirra vonblekktur og sár. Svo liðu mánuðir og lét Mekenas ekki til sin heyra, enda reyndi Hóraz ekki að koma sér á framfæri við hann aftur. Verið getur að Mekenas hafi með þessu verið að reyna hann og hafi haft meiri gætur á honum en Hóraz grunaði. Að níu mánuðum liðnum frá fyrsta fundi þeirra, býður Mekenas Hórazi til borðs síns og veitir honum þá að fullu skjólstæði sitt. Upp frá því var Hórazi borgið. Nú tókst með þeim smátt og smátt hin einlægasta tryggðavinátta, sem óx og staðfestist með árunum, svo að enginn af skáldvinum Mekenasar var honum kær- ari. — Siðan var Hóraz oft í langferðum með Mekenasi og hefur hann lýst einu af slíkum ferðalögum vel og skemmtilega (1. bók Serm. 5. kvæði). Þá ferð fór Mek- enas sem fulltrúi Oktavians i sátta-umleit- an með þeim Antoniusi. Voru í för þeirri með Mekenasi og hefur hann lýst einu Varius og Hóraz. Þeir voru á leið til Brundisium (nú Brindísi) og fóru eftir Appiska veginum. Það var um 460 kíló- metra leið og hafa þeir faiáð hægt, því að ferðin til Brundisium tók 15 daga og kom margt skringilegt fyrir á leiðinni. IV. Kafli. Nokkru seinna gaf Mekenas Hórazi litla landareign í Sabínafylki, rétt við Tíbúr; lá búgarður sá í hinni fegurstu sveit. Var búgarðurinn nægilega stór til þess að Hóraz þurfti ekki að mæða sig á búsáhyggjum. Þar dvaldi svo Hóraz öll- um stundum, sem hann gat tekið frá veru sinni í Róm, og þar fékk hann hið bezta næði til að lesa og yrkja. Þar naut hann margra unaðssemda og var fullkomlega ánægður, barst ekkert á og lifði fábreyttu lífi. Þangað komu vinir hans tiðuan og dvöldu hjá honum tima og tima; þar ríkti glaðværð og gaman. Þangað komu og stundum vinkonur hans og skreyttu lifið með söng og hljóðfæraslætti. Þar iðk- aði hann meginreglu sína, hið „gullna meðalhóf“. Náttúrunnar gat hann notið þar i ríkum mæli; hafði umhverfið þar allan unaðsleik fram að bjóða. Þar voru grösug daladrög í bugðum með skuggsæl- um skógarlundum. 1 brekkunum voru vín- AKRANES 177
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.