Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 43

Akranes - 01.07.1958, Qupperneq 43
kvæðið hafi stuðlað að því, að Hóraz komst í sátt við einvalda vestræna hlutans í Rómaveldi. — Eftir að mótstöðumenn þrí- valdanna síðari voru að fullu yfirunnir, kom í bili nokkurt hlé á og mátti kyrrt kalla nokkur ár, en ófriðarblikan varð þó alltaf meiri og meiri. — Antónius ríkti í austurhlutanum, en Oktavianus i þeim vestri, en samlyndið stóð á völtum fótum, og allt af annað slagið þui'ftu vinir þeirra að bera sáttarorð á milli. En brátt dró til fulls f jandskapar milli þeiiTa, og ný borg- arastyrjöld stóð fyrir dyrum. Margir halda, að Hóraz hafi þá kveðið kvæðið „til skipsins“ (O, navis referent): „Gnoð min eiga aftur öldur þig að bera út á hafið ólmar, ó, hvað viltu gera?“ Vilja sumir halda því fram, að kvæð- ið sé ort í kringum árið 33 eða 32, og sé Hóraz með þvi að vara landa sina við þeim hættum, er ríkinu megi stafa af nýrri borgarastyrjöld; tákni þá skipið rík- ið „ (þjóðarskútan“) en hafið með öllu um- róti sinu tákni hinar æstu öldur styrjald- anna. Ennfremur ætla sumir, að Hóraz hafi sent Antoníusi kvæðið um París Priams- son, sem nam á braut með sér Helenu hina fögru og varð með því valdandi þess, að Trjóuríki gekk til grunna. Á þvi kvæð- ið að vera vamaðarorð til Antoniusar út af sambandi hans við Kleópötm hina fögru Egyptalandsdrottningu. En hvað sem þessu líður, mun Hóraz af alhug hafa óskað, að Oktavíanus fengi fullan sigur, og gæti síðan sem einvaldur gjörvalls Róma- veldis gefið ríkinu fullkominn frið inn á við, og ægivald yfir þeim þjóðum, sem stóðu fyrir utan ríkið. — Fögnuður Hór- azar leynir sér ekki heldur, er þeir Agiáppa og Oktavíanus unnu úrslitasigui-- iim við Aktiumhöfða árið 31 f. Kr.; fagn- ar hann í djörfu kvæði ófömm Kleópötru, en lætur samt í ljósi aðdáun fyrir henni sem kvenskörung miklum. En það sýnir nærgætni Hórazar, að hann minnist ekki á Antóníus í því sambandi. Upp frá þessu ber nú Hóraz fullt traust til einvaldans og mikla lotningu fyrir honum; þykist hann þess fullviss, að með hirnmi nýja valdhafa muni rísa upp blómaöld friðarins og hagsældar fyrir Rómalýð. Oktavianus, sem síðar fékk nafnið Ágústus og verðm’ nú héðan af í þessari ritgjörð eingöngu nefndur því nafni, fær æ meiri og meiri mætin á Hórazi. -— Ágústus reynir til að laða Hóraz að sér og vill auðsýnilega gjöra hann að hirð- skáldi sínu. Hann skrifar eitt shm til Mekenasar og segir á þá leið: „Láttu nú Hóraz okkar yfirgefa náðarborð þitt og koma nú til vor“. Ef til vill við það tæki- færi býður hann Hórazi virðulega og sjálfsagt vellaunaða stöðu hjá sér. Vildi Ágústus gjöra hann að leyndarritara sínum og fela honum að rita einkabréf sín. En Hóraz baðst undan því, þótti það vist of mikil skerðing á frjálsræði sinu. En þrátt fyrir undanfærsluna hélt þó Hóraz áfram hylli valdhafans. — Söguritarinn Svetonius segir að til séu bréf frá Ágústusi til Hórazar og tilfærir úr þeim meðal annars: „Gjörðu þig nú dálítið heimakominn hjá mér, alveg eins og þú værir heimamaður minn, og það vildi ég helzt að þú værir, ef heilsa þin leyfði“. öðru simii finnur Ágústus að því í bréfi, að Hóraz minnist ekki á sig í „ádeilu kvæðunum“, og segir: „Þú mátt vita, að ég eiginlega ætti að vera þér reiður fyiár það, að þú í mörgum þess háttar ritum hefur ekki átt orðaskipti við mig; eða ertu hræddur um að þér hjá eftirkomendunum yrði lagt það út til ámælis, ef það sæist, að þú hefðir verið nákunningi minn“. Eins og sjá má á þessu, er það bæði AKRANES 179
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Akranes

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.