Akranes - 01.07.1958, Side 59

Akranes - 01.07.1958, Side 59
þeirrar, sem leysti lúna aí hólmi, og nú hefur verið flutt yfir fjörð- inn, og á vonandi lengi eftir að þjóna helgu Iilutverki. Nú skýlir honum og ættmömi- um hans hin nýja, virðulega Hallgrimskirkja i Saurbæ sem hann lagði myndarlegan stein i, og vonandi á að geta staðið þar um aldir. 1 nóvember s.l. andaðist á ísa- firði húsfrú Þorbjörg Sveinbjöms- dóttir frá Teigakoti. Hún var merk kona og myndarleg húsmóð- ir, eins og hún átti kyn til. Hún var glöð og hressileg þrátt fyrir ýmsan mótgang lífsins. Hún var gift Konráði Jenssyni, sjómanni á Isafirði, og áttu þau mannvæn- leg börn. Þeirra hefur áður ver- ið getið i þáttum blaðsins. Nýlega andaðist að heimili sínu i Borgarnesi, frú Guðrún Guð- mundsdóttir frá Deild á Akranesi. Hún var kát og fjörug kona og svo trygg, að hún hélt ævilangri tryggð við Akranes og æskuvin- ina þaðan. Hún var gift Magn- úsi Ölafssyni afgreiðslumanni og áttu þau mannvænleg böm. Áð- ur en hún giftist átti hún og dóttur með dönskum manni, er hún gift Einar Bjamasyni, ætt- fræðingi i Reykjavík. Frá Sjúkrahúsinu Páll Gíslason sjúkrahússlæknir hefur fengið frí frá störfum, um 10—12 mánaða skeið. Fór hann i byrjun september til dvalar í London til þess að kynna sér nýjustu aðferðir og framfarir i þessari mikilvægu vísindagrein, þar sem breytingamar em mjög örar ekki siður en á öðrum svið- um, og stöðugt nýjar uppgötv- anir. í hans stað réðst hingað ungur læknir, Tryggvi Þorsteinsson, prófasts frá Vatnsfirði. Er haim mjög efnilegur og geðfelldur mað- ur, sem þegar hefur uimið sér hér álit og vinsældir. Aðrir lækn- ar, sem nú starfa við Sjúkra- húsið, em: Bragi Níelsson, candí- dat, Torfi Bjamason, héraðslækn- ir, og Hallgrímur Björnsson, svo að hér er úrvalslið lækna. Yfirhjúkrunarkona er ungfrú Sigurlín Gunnarsdóttir frá Steins- stöðum. En allt starfslið hússins er úrvalsfólk. Hér líkar því öll- um vel að vera. — Hitt er svo aruiað mál, að Sjúkrahúsið vant- ar sjálfsagt enn eitthvað af nýj- mn rannsóknartækjum, þvi að tækninni og kunnáttunni á þessu sviði fleygir svo hratt fram. Þó er ekki hægt að gera ráð fyrir, að svo lítil sjúkrahús hafi allt til alls i þeim efnmn. En engan veginn inega jafnvel sinærri hús verða þar langt á eftir. 1 þessu sambandi vil ég vekja athygli á hve starf góðra hjúkrun- arkvenna er ábyrgðarinikið og oft þreytandi og erfitt, og i beinu framhaldi af þvi, að kaup þeirra við nám, og einnig að námi loknu er mikils til of lágt. Sementsverksmiðjan Sementsverksmiðja ríkisins á Akranesi var vigð 14. júní s.l. Þá kveikti iðnaðarmálaráðherr- ftnn, Gylfi Þ. Gíslason, fyrsta eld- inn undir ofni verksmiðjunnar. Það má segja, að sá eldur hafi logað siðan, eða til 28. nóvember, að undanteknum 10 dögum, sem þurfti að stöðva ofninn til þess að lagfæra fóðríngu í honum. Bremisla liráefnisins hefur gengið mjög vel, og afköstin meiri en upphaflega var gert ráð fyrir, eða um 300 tonii á sólarhring. 8. ágúst var fyrsta seinentinu pakkað, og hefir sala Jiess gengið mjög vel, mest hefur verið selt til Reykjavíkur. Verksmiðjan leigði danskt skip „Dasía“ til að annast flutninghin þangað. Nú þegar mun vera búið að selja um 30.000 kg. af sementi og af því magni mun vera meira en helmingur til Reykjavikur. Allmikið virðist vera eftir við að fullgera byggingar verksmiðj- unnar og er nú unnið við það eins og hægt er á þessum árstima. Allmörgum verkamönnum hef- ur nú verið sagt upp, þar sem aðalbyggingarframkvæmdum er nú lokið. Píanóhljómleikar Þórunn Jóhannsdóttir hélt pi- anótónleika í Bíóhöllinni 17. okt. Lék hún þar mörg erfið viðfangs- efni og leysti þau af hendi sem sönn listakona, enda er hún nú að verða fullþroskuð. Framför hennar er ótviræð frá því, er hún siðast hélt hér tónleika fyrir þrem árum. Þóiunn hefir ætið lofað Akurnesingum að njóta list ar sinnar, þegar hi'in hefir kom- ið heim, en hún hefir verið bú- sett í Englandi frá tólf ára aldri, stöðugt við nám. Framtið hennar sem listakonu virðist verða glæsi leg. en jafnan er hún saina lát- lausa, litla stúlkan, sem þó er urÖin stór. Akranes óskar lienni hamingju á framtiðarbraut sinni. Kirkjutónleikar á vegum MenntamálaráÖs og Ríkisútvarpsins. Dr. Páll Isólfsson, Bjöm Ölafs- son, fiðluleikari og Guðmundur Jónsson, óperusöngvari, héldu sameiginlega tónleika í Akranes- kirkju 23. október. Viðfangsefni listamannanna voru vel valin til flutnings fyrir ahnemiiug og gerð góð skil, sem vænta mátti. Enda voru áheyrendur, sem þó voru of fáir, hrifuir og þakklátir yfir komu þeirra. Hið gamla orgel kii-kjuunar kastaði ellibelgnum, enda þótt meistari Páll jrrði að sleppa þeini orgelverkum, sem hann hefði kosið að flytja. Vonandi verður hið væntanlega pipuorgel komið næst þegar dr. Páll kemur hingað. AKRANES 195

x

Akranes

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akranes
https://timarit.is/publication/865

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.