Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 22
|>essar sex koma einnig í ljós á tilteknum tímum.
Fayes, fundin 22. Nóvemhr. 1843 umferðartimi 7 ár 5 mán.
Vicos — 22. Ágúst 1844 5 — 6 —
Brorsons — 26. Febrúar 1846 5 — 7 —
d’Arrest’s — 27. Júní 1851 .... 6 — 5 —
Tuttle’s — 4. Janúar 1858 13 — 8 —
Winnecke’s — 9. Marts 1858
MERKISTJÖENUENAR 1883.
JUerkúríus er sem optast svo nærri sól, að hann sest ei nit’ó
berum augum. Bezt mun verða að ieita hans að kvöldi 22. Ja-
núar, )4. Maí og 11. September, þá er hann lengst austr fta
sól. Fyrir sólaruppkomu mun hægast að sjá hann 3. Marts, 2.
Júlí og 22. Október, því þá er hann lengst vestr frá sdlu.
Venus sest í upphafi árs 4 stundum fyrir sólaruppkomu a
austrlopti og ljómar skærst í miðjum Janúar, en cr þó mjög lág4
á lopti. Hún er lengst vestr frá sól 16. Febrúar og er um þ®1'
mundir á austrleið í bogmanni, fer fyrst í Marts inní stcingeit og
síðast í sama mánuði inní vatnsbera. Terðr þá örðugra að taka
eptir henni, af því hún nálgast nú sól um næstu mánuði. Hun
gengr saman við sól 20. Septeinber, en fjarlægist hana síðan
austr eptir, svo að enn má sjá hana aptr í árslok um skamma
stund eptir sdlarlag.
Mars sest ei í upphafi árs, en kemr síðan smátt og smatf
fram á morgnana. í Júní lok kemr hann upp um miðnætti, og
þá um næstu mánuði æ fyrr og fyrr, seinast í Agúst kl. 10,
seinast í September kl. 9, seinast í Nóvember kl. 8 og í árslok
kl. 6. þann tíma árs,_ sem hann sest, er hann á vcstrferð, fer 1
Maí, Júní, Júlí og Ágúst um físka, veðr og þjór, en í Sep-
tember og Október um tvíbura og krabba. I December seinkai'
ferð hans sýniloga er hann er kominn í ljón, og þar nemr hann
staðar að sjón í árslok.
Júpiter er f þjdrsmerki í byrjun árs og þá á mjög hægri
ferð vestr eptir; nemr hann staðar í miðjum Febrúar og snýr þa