Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 31
keisara, og að baki honum Napóleon III, er þá þótti vera einna
foldugastur höfðingi hjer í álfu og ráðsvinnastur. Bismarck tók
l*að ráð, er þá þótti hin mesta óhæfa, og enn þykir flestum, þeim
er lög vilja halda. Hann neytti fjár ríkisins svo sem honum þurfa
Þótti, að fornspurðu þinginu, fulltrúadeildinni. Hann stýrðiland-
tou fjárlagalaust svo árum skipti. Hann gerði ýmist, að hann
frestaði þingfundum svo sem lög leyfðu frekast, er þingmenn vildu
eigi láta að óskum stjórnarinnar, eða hann vísaði þeim heim
°8 ljetefna til nýrra kosninga. En annari hendi hjelt hann sem
kappsamlegast á búnaði hers og landvarna, ljet þar ekkert til spara.
K°m þar brátt, að Prússa iðraði þess eigi. En ekki var honum vel
^°rin sagan um þessar mundir. J>að var flestra manna mál þá
hefir löngum verið atkvæði fjandmanna hans síðan, að hann
'spari hvorki til góða hluti nje illa, að fram megi ganga það er
Opp er tekið», svo sem Hákon jarl lagði til forðum. Hann og
þeir fjelagar í ráðaneytinu voru fullir upp dramhs og ójafnaðar
vi5 þingmenn, er orðum átti við þá að skipta, töldu sjer eigi
shylt að hlýða þingsköpum, og þar fram eptir götunum. |>ing-
öenn gerðu hveija atreiðina á fætur annari að fá konung til að
þoka ribböldum þessum úr ráðherrasessi, en fengu jafnan þungar
atölur og enga rjetting síns máls.
Fám missirum eptir það er Bismarck tók við völdum, tóku
Prússar að reyna vopn sín og her liinn nýja. Jþeir báru niður á
h>önum, í bandalagi við Austurríkismenn, (1864). Að vísuvareigi
til mikillar frægðar að vinna við slíka lítilmagna. En vel þótti
Bismarck hafa komið þar ár sinni fyrir borð, er þeir fjelagar fengu
að leika í tómi við smælingja þessa fyrir hinum stórveldunum,
er þó var hernaður þessi í móti skapi, og mundu síðar meir hafa
Oiikið viljað til vinna, að ljónsklærnar hefðu þá verið heptar,
■Ueðan tími var til. Bandamann tóku af Dönum hertogadæmin
(Lauenburg, Holtsetaland og mestalla Sljesvík), svo sem öllum er
kunnugt. Tveim árum síðar urðu þeir ósáttir um ránsfeng sinn, og
öieð því að Prússum [var þá vaxið svo ásmegin, að þeir treystu
sjer til fangs við fjelaga sína, ljet Bismarck hætta til fundarvið
þá, en hafði þó fengið áður ítali í bandalag við sig. þau skipti
fóru svo, á fárra vikna fresti, að Austurríkismenn biðu algjörðan
ósigur fyrir Prússum, í orustunni við Königgrátz eða Sadowa í
Bæheimi 3. júli 1866. Kalla sumir þann ófrið Sjöviknastríð. Apt-
ur báru Austurríkismenn efra skjöld af ítölum, en urðu þó að
láta af hendi við þá það er þeir höfðu til barizt: Feneyjar. Svo
(*’)