Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 52
ýmsum þeim, er tjón höfðu beðið af völdum Napóleons IU>
er hann brauzttil ríkis með hervaldi 2. desbr. 1851.
April 26. Herlið Prakka kemur við land í Túnis.
27. Andast Emile de Girardin, frægur rithöfundur og blaðamaður,
79 ára.
Maí 12. Frakkar þröngva Túnis-jarli til sáttmáls við sig í Bardo:
skulu hafa tilsjón með honum um landstjórn og setulið 1
landinu, en halda hann og hans niðja til ríkis.
19. Herlið Frakka í Alzír bíður ósigur fyrir upphlaupsflokki þar,
er Bú-Amema stýrði.
19. Gambetta hefir fram í fulltrúadeildinni með fortölum sínum
mikilvæga kosningarlagabreytingu.
Júní 2. Andast Emile Littré, heimspekingur og orðbókarhöfundur
mjög frægur, áttræður.
9. Oldungadeildin liafnar kosningarlagabreytingu Gambetta.
17. Óeirðir í Massilíu (Marseille); frakkn. og ítalskur skríll fer
í barningar út af Túnis-leiðangrinum.
27. Andast Dufaure, fyrrum stjórnarherra, á áttræðisaldri.
Júlí 14. þjóðhátíð um land allt.
29. J>ingi slitið.
Agúst 11. Hefst í París allsheijarsýning rafmagnsvjela og saW'
koma rafmagnsfræðinga. Lokið 5. oktbr.
21. Almennar kosningar til fulltrúadeildarinnar. Ljóðvaldsstjón1-
armönnum veitti stórum betur, urðu 469 af 557; voru áður
391 af 533.
Október 10. Frakkar skipa herliði borgina Túnis, vegna ófriðar,
er vakizt hafði af nýju þar í landi snemma sumars.
14. Skýstrókur drepur 65 menn á einum stað í Alzír.
26. Frakkar vinna Kerúan, helga borg Múhamedsmanna í Túnis.
par með er ófriður Túnismanna niður brotinn að mestu.
Október 28. þing hefst, í París. Gambetta kjörinn forseti í full'
trúadeildinni til bráðabirgða, en Léon Say í öldungad.
Nóvember 3. Henri i risson kjörinn forseti í fulitrúad., í stao
Gambetta, er tekið hafði að sjer að skipa nýtt ráðaneyli, 1
stað Jules Ferry, er beðizt hafði lausnar.
14. Gambetta tekur við stjórnarformennsku, að fullskipuðu ráða-
neyti.
Desember 15. Perrégaux, þorp í Alzír, eyðist af vatnagangi,
400 manns týna lífi.
16. þingi slitið; var aukaþing.
18. Almennt manntal á Frakídand. í París 2,226,000.
Lýzkal and.
Febrúar 15. J>ing hefst, nkisþingið, í Berlín. Lokið 15. júní.
27. Brúðkaup Vilhjálms prinz, elzta sonar Friðriks keisaraefnis,
og Victoríu Friðriksdottur hertoga frá Águstenborg, í Berlin.
April 26. Andast v. d. Tann hershöfðingi, í Bajern.
Maí 19. Andast Harry Arnim greifi, f. sendih. í París, 56 ára.
Júní 2. Andast Fritz Eulenburg, f. stjórnarherra, 66 ára.
15. Hamborg fellst á að ganga inn í tollsamband ríkisins.
September 9. fýzkalandskeisari og Bússakeisari hittast í Danzig.
(48)