Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Árgangur

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 41

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 41
°g framhald á engu viti hyggt, einkanlega er Gamhetta mátti eigi heyra frið nefndan eptir það er París var komin á vald fjandmannahersins og þrotin virtist öll vörn. Hafði Thiers þá kallað hann í bræði sinni bæði sólargapa og flón. Gambetta gaf sjer eigi að því, og urðu þeir Thiers síðar álúðarvinir. Sagði f'hiers svo optar en einu sinni, að hann sæi engan mann vænni fil höfðingja yfir lið þjóðvaldsstjórnarmanna eptir sig en Gam- betta. En Gambetta ijeð því, að eptirmaður Thiers varð í orði kveðnu Jules Grévy, en ekki hann sjálfur. I þriðja lagi var sigur þjóðvaldsstjórnarmanna eigi sízt að þakka framkvæmdum Gambetta. Hann stofnaði haustið 1871 nýtt blað, í fjelagi við nokkra vini sína, og nefndi það République framjaise. það fylgdi fram stjórnarkenningum þjóðvaldsmanna með snilld og prýði. J>að er enn uppi, og styður jafhan hans málstað, þótt aðrir standi nú fyrir því. í annan stað tók hann upp það ráð, að hann ferðaðist milli þinga á hverju ári víðs vegar um land og flutti tölur fyrir lýðnum. Er hann allra manna bezt til slíkra hluta fallinn. Málrómurinn ákaflega mikill og skýr, mál- snilldin frábær, þrek og kjarkur óbilandi. Safnaðist jafnan að honum múgur og margmenni að hlýða máli hans, hvar sem hann fór, og var hvervetna gerður mikill rómur að orðum hans. þ>jóð- ''aldsstjórn var sá fagnaðarboðskapur, er hann flutti jafnan; en það gerði hann sjér mest far um að brýna fyrir lýðnum, að sú stjórnarskipun ætti sjer því að eins þrifnaðar von, að alþýðaværi sæmilega menntuð og að hver maður kynni nokkuð til vopna og hermennsku. Að öðrum kosti yrði þjóðin á skammri stund að bráð fjandmönnum alls þjóðfrelsis: klerkalýðnum kaþólska, myrkra- vinunum, er ættu sjer lánardrottin suður í Rómi, en smáðu ætt- land sitt og stjóm þess, nema hún væri þeim fylgisöru; eður og klækisfullum ofríkismönnum, er skemmst væri á að minnast, þar sem verið hefði Napóleonlllog bófalið hans. Slíkt væri sögunnar vitni um langan aldur og með ýmsum þjóðum, en fáir ættu um jafnsárt að binda fyrir þær sakir sem Prakkar. Við slíkar for- tölur hneigðist almenningur æ meir að þjóðvaldsstjórn, og kom svo, að sjaldan var kosið svo á þing aukakosningu, að eigi bættist þar þjóðvaldsstjórnarmönnum nýr liðsmaður. Varð að því góður liðsauki á mörgum árum, þótt hægt færi. Frekari þótti Gambetta í máli opt og tíðum á þessu ferða- iagi en góðu hófi gegndi; en hitt var þó meir, að fjandmenn hans í liði einvaldsmanna og klerkasinna ranghverfðu orðum hans O)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.