Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Blaðsíða 32
mælti Bismarck fyrir, og það með, að Austurríkiskeisari skyldi ganga
úr hinu þýzka sambandi og láta hinum heimilt að skipa svo málum
þar, sem þeim líkaði. þar með hlaut og Prússakonungar her-
togadæmin til fullra forráða, svo og konungsríkið Hannóverog
nokkur smáríki önnur á þýzkalandi norðanverðu, er svo höfðu orð-
ið misvitur að snúast í lið með Austurríkismönnum. þessi frið-
ur var gerðuríPrag 23. ágúst 1866. Lagði NapóleonHl nokkuð
til þeirra mála, og fyrir hans orð var það haft í samningnum, að
Norður-Sljesvíkingar mættu hverfa aptur undir Danakonung, ef
þeir kysu það heldur. Af því varð þó aldrei, og ljet Bismarck
Austurríkismenn leysa sig undan því heiti mörgum árum síðar
(1878), er full vinátta tókst aptur með Prússum og Austurríkis-
mönnum, en Napóleon þá löngu dauður. Napóleon mæltist til launa
nokkurra fyrir hlutleysi sitt af ófriði þessum (Rínargeirans), en
þess synjaði Bismarck þverlega. Má af því marka, að hann þótt-
ist þá eigi lítils um kominn.
I hernaði þessum hafði Prússaveldi aukizt stórum að löndum
og þegnum og vaxið mjög að virðingu, en herinn fengið frægð mikla
og orðstír. Snerist þá almenningi þar í landi mjög hugur til
Bismarcks, og lofaði hann nú hver maður sem bezt hann kunni.
Hann færði sjer þau umskipti í nyt hið bráðasta, og ljet þingið
draga ijöður yfir allar sakir, er það hafði á hendur honum fyrir
flárafneyzlu hans í lagaleysi undanfarin ár. Var það þá auðsótt.
Voru honum og nokkrum hershöfðingjum Prússa veittar þar á
ofan stórgjafir í sæmdarskyni fyrir frammistöðu þeirra.
Bíki þau á þýzkalandi norðanverðu, fyrir norðan ána Main,
er eigi hurfu undir Prússakonung, gerðu samband sín á milli með
forustu Prússaveldis, að ráði Bismarcks. J>að kom í stað hins
þýzka sambands, er áður var, og var kallað Norðursamband. það
stóð í 5 ár, til þess er keisaradæmið þýzka komst á stofn 1871.
Á því var líkt fyrirkomulag og síðar var haft á keisaradæminu.
Prússakonungur var framkvæmdarstjóri, og ráðgjafi honum v*ð
hlið, er nefndur vor sambandskanselleri. J>að embætti hlaut Bis-
marck. þótti hann reka það vel og skörulega.
Mörgum þótti nóg um uppgang Prússa, ekki sízt Frökkun).
þeir höfðu lengi haft það ráð við þjóðverja, er Rómveqar fornu
beittu við sína granna og margir stjórnvitringar hafa eptir þeim
tekið: að deila og drottna, að ala sundurlyndi með þeimográða
svo fyrir kosti þeirra. Var því Frökkum allhugleikið að bnekkja
ríki Prússa meðan tími væri til. Prússar sáu og gjörla, að þeir