Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Page 36

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Page 36
að segja, að megi eigna nokkurum einum manni forustu i vandamálum álfunnar síðan er Napóleon III leið, verður enginn þar til nefndur honum fremur. Tvisvar sinnum^hefir Bismarck verið veitt banatilræði: í fyrra sinn um vorið 1866 og síðara skiptið sumarið 1874. Hann sakaði lítið eða ekki í hvorugt skipti. Illræðismennirnir ómerkir (Blind og Kullmann). Bismarck er mikill maður vexti, höfði hærri en aðrir menn, gildur að því skapi, meðan hann var heill heilsu, vel á sig kominn og vasklegur að öllu; mikilleitur, ennibreiður og brúna- mikill, harðleitur og grimmlegur, þá er hann er reiður, eins og sagt er frá Agli Skallagrímssyni. Ekki er honum mjúkt nm mál, en allra manna er hann gagnorðastur og orðheppnastur, enda óvæginn mjög i kappdeilum, og er ekki smámennum við hann að etja á þingi. Hann er glaður við öl og málrætinn. Vel er hann látinn af þjónustnmönnum sínum og landsetum, og góður heimilisfaðir. Trúmaður er hann sagður af þeim, er honum eru kunnugastir, og iðjumaður er hann mesti. Megi hann því við koma fyrir annríki í Berlin, situr hann á höfuðbúgarði sínum Varzin, norður í Pommern. þar lætur hann og fyrir berast, er vanheilsa hans leggst svo þungt á hann, að hann má eigivinna. Enhana hefir hann bakað sjer með því að leggja of mikið á sig. Bismarck kvongaðist ungur greifadóttur prússneskri og hefir átt við henni þrjú börn, tvo sonu og eina dóttur. Heita synir hans Herbert hinn eldri og Vilhjálmur hinn yngri, menn nú um þrítugt, og hafa verið til aðstoðar föður sínum við stjórnarstörf hin síðari árin. Vilhjálmur var og á þingi í fyrra. Systir þeirra heitir María og er gipt greifa einum frá Holtsetalandi, Eantzau að nafni. Mynd sú af Bismarck, er þessari grein fylgir, er af honum sextugum. Gambetta er fæddur í Cahors, smábæ einum á Frakklandi sunnanverðu, 30. okt. 1838. Hann heitir fullu nafni Léon Micbel Gambetta. Faðir hans var smákaupmaður í Cahors, ættaður fra Ítalíu, úr byggðinni fyrir sunnan Genua. Höfðu þeir frændur heitið áður Baccho að ættarnafni, og langafi Léons Gambetta borið nafnið Gambetta fyrstur þeirra kynsmanna, fyrst að auk- nefni (það þýðir: hinn fótskammi), en síðan að ijettu nafni, eptir það er bróðir hans hafði gert ættinni þau mannorðsspell, að hinum (32)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.