Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Volume

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Page 72

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1883, Page 72
til Björgynjar af Páfi byskupi, sera þá var, og geymdur þar uj11 langan aldur yfir háaltari höfuðldrkjunnar. Danir og Svíar hjeldu ekki Seljumannamessu, en helguðu daginn Katli nokkrum (S>» Iíjeld), sem sumir segja að verið hafi prófastur í Vjebörgum en aðrir segja að væri skozkur tróarboði. 10. júlí er helgaður Knúti Dana konungiSveinssyni. Hani' var konungur árin 1080—86 og var klerkavinur hinn mesti, en álöguharður mjög við bændur og ójafnaðarfullur í allri ríkis- stjorn. Loks þoldu Jótar ekki mátið lengur og risu upp gegn honum, en Knútur fiýði til Óðinseyjar á Fjóni; þar var bann drepinn fyrir altari í Albaníkirkju og kölluðu kierkar liann fynr því heilagan. Eiríkur konungur bróðir hans, sem kallaður var hinn góði, taldi síðan páfa á að taka hann í heilagra manna tölu, hjer um bil árið 1100. 13. júlí er Margrjetarmessa. Margijet var fædd í An- tíokíu í Písidíu; faðir hennar var heiðinn og hofgoði þar í borg' inni, en Margijet snerist þó ung til qettrar trúar. Jarl nokkm heiðinn, Olibríus að nafn, íjekk ást á henni, en hún vildi með engu móti þýðast hann. Hann tók þá það til ráðs að reyna a® kúga hana til blóta, og pýndi hana á inargan hátt, þangað tu loks að hann ljet hálshöggva hana árið 275. Til ersagaafMar- gijetu meyju á islenzku, sem prentuð er í Heilagra manna sög' um, og auk þess kvæði um hana, sem enn er óprentað. •, 20. júlí er þorlákmessa á sumri. Hún var í lög leid“ á íslandi árið 1237 í minningu þess, að bann dag var tekinn nr jörðu heilagur dómur þorláks byskups hins helga þórhallssonar- Ilann var eins og kunnugt er byskup í Skálholti frá 1178 tu 1193, og var dýrkaður mikið bæði á íslandi og víða annnrs staðar- 23. júlí byrja hundadagar og haldastþangað til23. ágús1- þeir eru kallaðir eptir hundastjömunni (Sirius), sem er fasta- stjarna og kemur upp þenna tíma jafnt sólu. þá er heitasti tím' sumars og kenndu menn það fyrrum þessari stjörnu. þá fá °S liundar í heitari löndonum opt þá veiki, að þeir verða óðir og bíta menn, og deyja menn af því ævinlega, og er dauðdagi þess1 hinn kvalafyllsti. 25. júlí er Jakobsmessa, í minning um Jakob postula hinn eldra, Zebedusson, sem Heródes Agrippa ljet höggva 49 árum e. Kr. Hann hefir verið tignaður mest á Spáni og er þar við hann kennd borgin St. Jago de Compostella og honum helgno þar kirkja. þangað sóttu Islendingar opt í fornöld til áheita við postulann. Á Islandi var honum helguð kirkja í þerney, ® Innra-Hólmi og víðar. Um Jakob postula þennan er til saga a íslenzku, í Postolasögum, sein.prófessor Unger hefir látiö prenta. 26. júlí er kenndur við Önnu, móður Maríu meyjar. 27. júlí. Marta, systir Lazarusar. 28. júlí. Kenndur við Pantaleon píslarvott, og var hanu tignaður mikið á íslandi meðan páfatrú stóð þar, sem sjá má at því, að sveinböm, sem fæddust þann dag, voru stundum látin heita eptir honum, líkt og var um Lárenzíus (Lafranz) byskup á Hólum. (68)

x

Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags
https://timarit.is/publication/866

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.