Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Page 35
J?*jóöréttiiiclaslijöl Islands,
sem hver maður í landinu þarf að kunna.
(Jiznrarsáttmáli
af hendi Norðlendinga og Sunnlendinga um skattgjald
til Hákonar konungs gamla og Magnúsar konungs
lagabætis, gerður á Alþingi 1262.
Sammæli bænda fyrir norðan ok sunnan á íslandi.
Pat var sammæli bænda íyrir sunnan land ok norð-
an, at þeir játuðu æfinligan skatt herra Hákoni konungi
ok Magnúsi, land ok þegna, með svörðum eiði, átta
alnir hverr sá maðr, sem þingfararkaupi á at gegna.
Þetta fé skulu saman færa hreppsstjórar ok til skips
%tja, ok fá í hendr konungs umboðsmanni, ok vera
þá ur ábyrgð um þat fé.
Hér í mót skal konungr láta oss ná friði ok ís-
lenzkum lögum.
Skulu sex skip ganga af Noregi til íslands tvö
sumur enu næstu, en þaðan í frá sem konungi ok
hinum beztum bændum landsins þykir hentast land-
inu.
Erfðir skulu upp gefast fyrir islenzkum mönnum
1 Noregi, hversu lengi sem þær hafa staðit, þegar
rettir koma arfar til, eða þeirra lögligir umboðsmenn.
Landaurar skulu upp gefast.
Slíkan rétt skulu íslenzkir menn hafa í Noregi
sem þá er þeir hafa beztan háft, ok þér hafit sjálfir
boðit í yðrum bréíum, ok at halda friði yfir oss svá
sem guð gefr yðr framast afl til.
Jarlinn viljum vér yfir oss liafa meðan hann
heldr trúnað við yðr, en frið við oss.
Skulum vér ok vorir arfar halda allan trúnað
við yðr meðan þér ok yðrir arfar halda við oss þessa
sáttargerð, en lausir ef hún rýfst at beztu manna
yfirsýn.
(25)
a