Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Qupperneq 59
var ógert um áramót. Almenningsálit á þessu máli
er Tyrkjum frekar hlynt en ítölum.
Borgarastyrjöld hefur veriö í Mexiko. Seint á
armu 1910 var gerð uppreist til pess, að steypa
Porfirio Diaz, lýðveldisforseta, frá völdum, en hann
hefur stöðugt gegnt því embætti síðan 1884, og var
fflönnum farin að leiðast harðdrægni hans. Lauk
viðskiptunum svo, að hann lagði niður forsetadóm
°g flúði land. Eptir að það gerðist, hefur komið svo
rnikiö los á Mexikoriki, að ófyrirsjáanlegt, er hvernig
Því muni ljuka. Nærri lá, að Bandaríkin þættust
Þurfa að skakka leikinn.
Stjórnmáladeilunni ensku lauk á þessu ári, og
sVo, að lávarðadeildin samþykti írumvarpið um af-
nam á neitunarrétti sínum, og er nú valdi hennar svo
háttað: Lávarðadeildin hefur ekkert úrskurðarvald
um fjárveitingar, og getur hvorki felt þær né taíið.
önnur lagafrumvörp getur hún felt; þó verða þau
að lögum, þrátt fyrir neitun hennar, ef neðri máls-
stofan samþykkir þau á þrem þingum í röð innan
lveggja ára. Lávarðarnir samþyktu lögin með 131
atkv. gegn 114, en ekki fyrri enn stjórnin hafði gert
sig liklega til að nefna út svo marga nýja lávarða
sem þyrfti til að þraungva lögunum í gegn.
Merkasti viðburðurinn á árinu 1911 er að
likindum stjórnarbyltingin í Kina. Uppreist hófst
°g einveldi var afnumið með samþykki keisara-
®ttarinnar, en leingi vel stóð deilan um það, hvort
heldur Kína skyldi hafa þingbundna konungsstjórn
eða vera lýðveldi. Keisaraættin kvaddi saman þing,
eo þar urðu eingin úrslit, og lauk svo, að uppreist-
semenn lýstu því yfir, að Kína væri lýðveldi, og tók
Br. Sun-Yat-Sen forspakki lýðveldissinna forsetadóm.
t þessu stappi milli keisarasinna og lýðveldismanna
stóð um áramótin.
Arið 1911 dó fátt merkra manna.
Fáeinir dagsettir viðburðir fara hér á eptir.
(49)