Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Page 63
umir þeirra, t. d. Óskar II., voru frábærir að vits-
munutn og mannkostum. En »einginn getur þjónað
veim herrum«, einginn getur verið konungur yfir
tveimur sjálfstæðum þjóðum og elskað báðar jafn-
neitt. Konungarnir fylgdu auðvitað ávalt Svíum að
malum, þegar hagsmunir Svía og Norðmanna eptir
skoðun þessara þjóða rákust á. Þetta var eðlilegt og
sjálfsagt, því konungarnir voru fyrst og fremst sænskir
Þjóðvinir (patriotar).
Stjórnarskrár þær, er þjóðirnar sjálfar setja sér,
eru ávalt miklu betri en þær stjórnarskrár, er kon-
ungar og keisarar hafa verið neyddir til að gefa þjóð-
unum. Stjórnarskrá Norðmanna var í mörgum at-
nðum ágæt. Eptir henni hafði konungur að eins frest-
andi neitunarvald (suspensivt veto). Pau lagafrum-
'orP, sem þrjú Stórþing, hvert eptir annað, samþyktu,
Urðu að lögum, þótt konungur neitaði að staðfesta
þau. þetta ákvæði kom Norðmönnum opt að liði,
Þegar deilurnar hófust við Svía. Pegar Norðmenn
t ol4) geingu á hönd Svíakonungi, þá feingu þeir að
alda stjórnarskrá sinni að mestu óbreyttri. En seinna
reyndi konungur (Karl XIV. Jóliann) að fá stjórnar-
skránni breytt til þess að efla konungsvaldið i Nor-
e8u En Norðmenn voru á verði. Peir létu eigi kúg-
®st, þótt þeim væri ógnað með hervaldi, og höfnuðu
öllum stjórnarskrárbreytingum konungs. Þeir létu
ser eigi nægja að verjast, en tóku sjálfir að sækja.
Eptir 1814 höfðu Norðmenn sænska fánann. En
1836 tóku þeir upp fánamálið. Peir vildu fá sérstakan
uorskan kaupfána. Peitn varð brátt ágeingt í því máli.
En þó var því eigi lokið að fullu fyr en 1898. Málinu
lauk á þá leið, að Stórþingið samþylcti lagafrumvarp
uui almennan lcaupfána á þremur þingum (1893, 96
°g 98). Frumvarpið varð því að lögum, þótt kon-
ungur neitaði að staðfesta það.
Undir eins 1814 setti konuugur Svía jarl (Stat-
holder) yfm Noreg. Jarlarnir voru hver fram af öðr-
(53)