Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Page 64
um sænskir menn. Norðmenn tóku J>essu eigi illa i
fyrstu. En reynslan kendi þeim brátt, að sænskur
jarl var mjög hættulegur sjálfstæði þeirra. Pvi jarl-
inn vann auðvitað at öllu megni að því, að Norðmenn
og Svíar skyldu renna saman i eina þjóð. Svo óvin-
sælt varð jarlsembættið meðal Norðmanna, að kon-
ungur lét það standa óveitt í nokkur ár (1829—1836).
Þá reyndi konungur að setja norska menn í jarls-
embættið, en það reyndist litlu betur. Stórþingið
samþykti því 1859, að jarlsembættið skyldi afnumið.
Svíar stóðu fast á móti og gekk svo langa leingi. En
Norðmenn unnu sigur. Embættið stóð óveitt i mörg
ár, og loks var það afnumið 1873.
1814 íeingu Norðmenn einga hluttöku í meðferö
utanrikismála og konsúlamála. Breytingin á þeim
málum var fólgin í því einu, að sendiherrar og kon-
súlar Svia urðu alt i einu sænsk-norskir sendiherrar
og konsúlar. Seinna feingu Norðmenn dálitla hlut-
töku i meðferð utanríkismála og konsúlamála, en þeim
þótti hluttaka sú eigi vera nema nafnið eitt. Peir
vildu ná tullu jafnrétti við Svía i málum þessum. En
Sviar voru andvígir kröfum Norðmanna og höfnuðu
þeim.
Þetta, sem hér heflr verið bent á, er að eins dæmi
upþ á stjórnardeilur Svía og Norðmanna á 19. öld-
inni. í*ær voru margar og margbrotnar. Og brátt
komust menn að aðalefni málsins: breyting sambands-
laganna. Voru þá settar milliríkjanefndir til að semja
frumvarp til nýrra sambandslaga. í nefndum þess-
um voru jafnmargir Svíar og Norðmenn. Nefndirnar
voru þrjár, hver eptir aðra (1839—1860,1865—1871 og
1895—1898). Öll störf þessara nefnda urðu alveg árang-
urslaus. Tillögum þeirra var ýmist hafnað eða stungið
undir stól. Reynslan sýndi, eins og eðlilegt var, að
sambandsmálið í heild sinni varð eigi leitt til lykta
með milliríkjanefndum. Pegar siðasta nefndin hafði
lokið störfum sinum, þá var ákveðið í sameinuðu
(54)