Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 65
rikisriði í Stokkhólmi 21. Okt. 1898 að láta allar til-
lögur nefndarinnar falla niður. En nú verður sér-
staklega að nefna einn mann til sögunnar.
Maður er nefndur Peter Christian Hersleb Kjer-
schow Michelsen. Hann er fæddur i Björgvin 15. Marts
1857. Hann varð stúdent 1875 og kandidat í lögum
1879. Síðan var hann málaflutningsmaður í Björgvin
(um 1885). fJm sömu mundir tók hann að reka skipa-
utgerð, og varð smátt og smátt einhver mesti skipa-
utgerðarmaður í Noregi. Haun tók um pessar mundir
mikinn þátt í bæjarstjórnarmálum í Björgvin.
1891 tóku Norðmenn upp konsúlamálið. Peir vildu
*á alnorska konsúla, sem væru alveg óháðir utanríkis-
raðherra Svía og sendiherrum peirra. Þessir norsku
konsúlar áttu að eins að vera undirgefnir alnorskum
yfirvöldum. Norðmenn sögðu, að krafa pessi væri í
tullu samræmi við sambandslögin, og Stórpingið sam-
Þykti 1892, að konsúlamálið væri alnorskt mál (en
e|gi sambandsmál). Auk pess kváðu menn pað vera
Þrópleg rangindi, »að Norðmenn, sem hefðu miklu
meiri skipaútgerð en Svíar, skyldu verða að hlíta
forsjá sænskra konsúla, og að konsúlar Norðmanna
væru undir umsjá sænsks utanríkisráðherra, er átti
uö skera úr öllum deilumálum, er konsúla snerta«.
Norðmenn settu nefnd til að rannsaka og undirbúa
Þetta konsúlamál. Michelsen, sem frá byrjun var ein-
fiver áhrifamesti maðurinn í máli pessu, var kosinn
uieölimur nefndarinnar og gerðist brátt formaður
fiennar. En Svíar og konungur voru andvígir kröf-
um Norðmanna, og féll svo konsúlamálið niður um
stund.
1891 var Michelsen kosinn Stórpingsmaður undir
uierki vinstrimanna, og varð brátt einhver áhrifa-
•uesti maðurinn i flokki peirra. Hann var ágætlega
td foringja fallinn, sjálfstæður í hugsunum og skör-
ungur mikill. Honum var létt um mál. Tölur hans
voru ljósar að hugsun og fagrar að búningi. Aí ping-
(55)