Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Page 67
þingsmaður og komst í nýtt ráðuneyti, sem myndaðist
22. Okt. 1903 (ráðuneytið Hagerup og Ibsen).
Þegar sænska og norska stjórnin fór að semja
um konsúlalögin, sem áttu að vera samhlióða í báð-
um rikjunum, þá kom hik á Svía; utanríkisráðherra
Lagerheim sagði aí sér (7. Nóv. 1904). Svíar komu
(í Dec. 1904) fram með kröfur sínar í konsúlamálinu.
Norðmenn kváðust á eingan hátt geta að peim geingið.
Máliö varð pví að falla niður og öilum samningum
var lokið 7. Febr. 1905.
Degar svona var komið, sá Michelsen hver úrslit
þess máls mundu verða. Hann gerðist pá sjáltkjör-
inn foringi, og fékk alla til að vinna í einingu að
sama takmarki. Allur flokkadráttur hvarf algerlega.
Allir flokkar urðu sammála. Allir stóðu peir sem
einn maður gegn kröfum Svía.
Norðmenn tóku nú undir forustu Michelsens
konsúlamálið í sínar eigin hendur. Stórpingið setti
uefnd í konsúlamálið 13. Febrúar 1805. Starf nefnd-
arinnar var að sjálfsögðu pað, að semja írumvarp til
laga um stofnun sérptakra konsúla fyrir Noreg. Petta
var auðvitað bein braut til skilnaðar, eptir pví sem
sakir stóðu. Formaður norska ráðuneytisins (Hage-
rup) og meiri hluti ráðgjafanna vildi ennpá einu sinni
reyna að semja við Svía um alt sambandsmálið í
heild sinni, en Michelsen var pví móthverfur, og sagði
af sér ásamt öðrum ráðgjafa 28. Febr. Næsta dag
beiddist alt ráðuneytið lausnar. Allir sneru sér pá
til Michelsen og kváðu pað skyldu hans að mynda
nýtt ráðuneyti. Hann reyndist pá trúr stefnuskrá
sinni að sameina alla Norðmenn í órjúfandi eining i
konsúlamálinu (og sambandsmálinu í heild sinni).
Hann myndaði ráðuneyti 11. Marts 1905 (ráðaneytið
Michelsen og Lövland), og voru í pvi menn af nálega
öllum flokkum. 15. Marts lýsti hann pví yfir i Stór-
þinginu, að stefnuskrá ráðaneytisins væri, að leiða
til lykta konsúlamálið og halda uppi fullveldi Noregs
(57) c