Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Side 68
í öllum greinum, samkvæmt grundvallarlögum ríkisins.
Ráðuneytiö væri reiðubúið til að gera skyldu sína,
hvaö sem að höndum bæri. Pessi orð reyndust sönn.
10. Maí 1905 hafði nefndin í konsúlamálinu lokiö
störfum sínum. Frumvarp hennar til laga um sér-
staka norska konsúla var lagt fyrir Stórþingið og
sampykt í einu hljóði 18. og 23. Mai. En Óskar kon-
ungur neitaði að staðfesta lögin 27. Maí í ríkisráðinu
norska í Stokkhólmi, og bar fyrir sig 5. grein sam-
bandslaganna. Sagði þá alt ráðuneytið samstundis af
sér völdum, en konungur neitaði að veita því lausn,
því að eigi væri hægt, að mynda neitt annað norskt
ráðuneyti, eins og sakir stæðu. Alt ráðuneytið
(Michelsen |og Lövland) skaut þá máli sínu til Stór-
þingsins og lagði niður völd sín í hendur þess 7. Júní
1905. Var þá eingin lögleg stjórn framar til í Noregi.
Stórþingið samþykti undir eins í einu hljóði þessa
ályktun1):
»Par sem allir meðlimir ríkisráðsins hafa lagt
niður embætti sín; þar sem hans hátign konungur-
inn hefir lýst yfir því, að hann geti eigi komið á
nýrri stjórn fyrir ríkið; og þar sem þingbundið kon-
ungsveldi er þannig óframkvæmanlegt orðið, — þá
veitir Stórþingið þeim meðlimum rikisráðsins, er í
dag hafa lagt niður völd sín, umboð til þess fyrst
um sinn að hafa á hendi sem Noregsstjórn, það
vald, er stjórnarskrá Noregs og gildandi lög veita
konungi, með þeim breytingum, er af því hljóta að
leiða, að slitið er sambandi við Svíþjóð undir sam-
eiginlegum konungi, þar sem konungur hefir látið af
að vera Noregskonungur«.
Michelsen tók á móti umboði þessu fyrir hönd 1
ríkisráðsins. Því að hann var sjálfur aðal-foringi þjóð-
arinnar í öllu þessu máli. Hann var næstu dagana
eptir 7. Júní hafinn til skýjanna sem frelsari norsku
þjóðarinnar og þjóðhetja.
1) Pýtt i »Skírni« 1905.
(58)