Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Side 69
Meö samþyktinni 7. Júní lýsti Stórþingið því yfir,
að Óskar konungur II. sé eigi leingur konungur Norð-
nianna, og með pví sé sambandinu við Svípjóð slitið.
Þingið sendi svo konungi lotningarfult ávarp um
málið og bað hann stuðla að pví, að einhver ætt-
ingi hans (sænskur prins) vildi taka kosníngu sem
konungur Norðmanna. Með pessu vildu Norðmenn
sýna virðiugu og velvild Óskari konungi og sænsku
Þjóðinni sátttýsi. Því nú reið alt á pví, að skilnaðar-
yhrlýsing Stórpingsins yrði eigi orsök til ófriðar milli
Irændpjóðanna. Auðvitað mótmælti konungur gerð-
nm Stórpingsins og stefndi til aukapings í Svípjóð,
Þvi aö konungur og Svíar sögðu, að sambandinu yrði
eigi slitið á löglegan hátt, nema með fullu og löglegu
sampykki beggja ríkjanna. Það yrði að nema sam-
Þandslögin úr gildi. Fyrst kröfðust Sviar pess, að
^orðmenn sýndu með almennri atkvæðagreiðslu
Þjóðarinnar, að peir vildu slíta sambandinu við Sví-
Þjóð. Michelsen og Stórpingið urðu við áskorun
Þessari. Almenn atkvæðagreiðsla um málið fór svo
Iram 13. Ágúst. Og urðu 368,208 atkvæði með skiln-
aði ríkjanna, en að eins 184 á móti. Eptir atkvæða-
greiðslu pessa ákváðu bæði Norðmenn og Svíar, að
semja skyldi um skilnað ríkjanna. Voru valdir 4
iulltrúar fyrir hönd Svía, og Michelsen og 3 aðrir fyrir
hönd Norðmanna. Fulltrúarnir komu saman í Karl-
stad. Var sambandslögunum fylgt í pvi efni. Michel-
sen lagði fram alla krapta sína til pess, að samningar
1'3emust á, svo skilnaðurinn gæti farið fram á frið-
samlegan hátt. Honum heppnaðist pað. Fulltrúarnir
iuku störfum sínum 23. Sept. og urðu sammála um
skilnað pjóðanna að fullu og öllu. Samningar peir,
er fulltrúarnir gerðu, voru síðan lagðir fyrir pingin
Þæði í Svípjóð og Noregi. Samningarnir mættu all-
^uikilli mótstöðu i Stórpinginu, pví mörgum pótti
Michelsen hafa látið um ot undan kröfum Svía. En
Michelsen og menn hans vörðu mál sitt með slíkum
(59)