Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Side 71
ar farið var að semja um skilnaðinn. Og átti Óskar
konungur, sem i öllu tilliti var ágætismaður, mestan
°g beztan þátt í því, að úrslitin urðu góð og frið-
samleg og báðum þjóðunum til sóma.
Orsökin til þess, að Svíar og Norðmenn urðu að
sbta sambandinu, er í þvi fólgin, að tvær sérstakar,
sjálfstæðar og fullvalda þjóðir geta eigi til langframa
verið samteingdar böndum sameiginlegra mála.
Hagsmunir þessara þjóða, eptir skoðun sjálfra
Þeirra, rekast á, og þær hljóta því að slíta samband-
ínu iyrr eða seinna. Helðu Norðmenn íeingið, eins
°g allar líkur voru til 1903, sérstaka norska konsúla,
Þá hefði konsúlamálinu verið lokið. En þá liefði að
líkindnm bráðlega risið upp annað mál enn þá hættu-
legra: Norðmenn hefðu kraíizt þess að fá sérstakan
utanríkisráðherra og sérstaka sendiherra, og það mál
hefði leitt til skilnaðar. — Eins og við mátti búast,
hefur skilnaðurinn orðið báðum þjóðunum til bless-
Unar. — þær hafa báðar tekið mjög miklum fram-
förum sjðan sambandinu var slitið.
f2. og 13. Nóv. 1905 kusu Norðmenn sér konung
(Hákon VII.), eins og alkunnugt er. Stórþingið stað-
festi kosninguna 18. Nóv. Michelsen vann að kon-
ungskosningunni með mesta dugnaði og harðfylgi.
Kigi tel eg mér skylt, að verja allar gerðir Michelsen’s
1 Því máli. En eitt er víst og áreiðanlegt: Úr því
uð Norðmenn á annað borð kusu sér konung, þá var
konungsefnið valið svo vel og viturlega sem bezt
niátti verða.
Þegar kosningar fóru fram til Stórþingsins 1906,
Þa hélt Michelsen tölu í Niðarósi 26. Júní. Hann
sagði, að stefnuskrá sín væri, fyrst og fremst að
tryggja og styrkja árangurinn af þeim viðburðum,
sem urðu í Noregi 1905. Eptir kosningarnar hafði
hvorki Michelsen né mótstöðumenn hans ákveðinn
uieiri hluta í Stórþinginu. Hann sat þó með sæmd í
stjórnarsæti, þangað til hann sakir heilsubrests fékk
(61)