Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Page 72
lausn frá embætti sínu 28. Okt. 1907. Nokkrum dög-
um seinna (2. Nóv.) var staðíestur samningur um á-
byrgð Breta, Frakka, Bjóðverja og Rússa á óskertri
landeign Noregsríkis (Integritetsakten). Michelsen átti
auðvitað mikinn pátt í pví, að samningur sá komst á.
Stjórnartið Michelsens (1905—1907) er mjög viðburð-
arrik. Saga hans á þessu tímabil er að miklu lejti
saga Noregs.
Áður en Miehelsen flutti búferlum frá Kristjaníu,
pá fóru menn heim til hans nieð blysför. í henni
voru um 50,000 manna. Skömmu seinna var leitað
almennra samskota til minningar um pjóðarforustu
hans 1905. Samskoíin námu 214.045 kr. Af þessu íé
var myndaður sjóður, sem ber nafn hans. Eptir á-
kvæði Michelsen’s skal sjóði þessum varið til að
styrkja unga menn og konur, sem virðast hafa sér-
stök skilyrði fyrir því, að geta unnið þjóðfélaginu
gagn. Michelsen settist aptur að bústað sinum i
grend við Björgvin og rekur skipaútgerð sína. Hann
kom 1909 skipulagi á frjálslynda vinstri flokkinn (det
frisindede Venstre). Hann vildi eigi vera foringi
flokksins, en studdi floklcsbræður sína við kosning-
arnar til Stórþingsins haustið 1909. Árið 1910 vann
Michelsen að því, að koma á félagsböndum meðal
skipaútgerðamanna í Noregi, og varð hann sjálfur
(1911) formaður fyrir skipaútgerðarsambandi (Skibs-
rederforbund) Norðmanna.
Hafsteinn Pétnrsson.
Johann August Strindberg
er fæddur í Stokkhólmi í Svíþjóð 22. Janúar 1849,
tók stúdentspróf 1867 og fekst síðan nokkur ár við
kenslu; 1870—1872 var hann við nám á háskólanum
Uppsölum; en hætti svo námi og var um næstu
tveggja ára skeið blaðamaður. 1874 gerðist liann
aðstoðarmaður við Konungsbókhlöðuna í Stokkhólmi,
(62)