Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Page 74
mjög fjölbreytt að etni til. Ber þar sérstaklega að
nefna hinn snotra sjónleik Gillets hemlighet (1880),
hið stórorða, en vel skrifaða háðrit Det nya riket (1882), j
alþýðlegan söguleik Lycko-Pers resa (s. á.), heimsá-
deilukvæðið Sömngangarenaiter (1884), hinn ágæta
sögulega sagnabálk Svenska öden och áfventyr (1882 ,
—1883), hinar bjartsýnu og sviþléttu lýsingar úr nú-
tíðarlífmu Utopier i verkligheten (1885), smásagna-
söfnin bæði Giflas (1884 og 1886), — sem bæði í gamni
og alvöru fjalla um kvenréttindamálið, — áhrifamikinn
sorgarleik Fadern (1887), og bráðlifandi lýsingar á ,
lífinu í Skerjagarðinum sænska í Hemsöborna (s. á.),
Skárkarlslif (1888) og Hafsbandet (1890). Þegar í þessu
síðastnefnda riti ber mikið á breyttum skoðunum
hjá höf.; ruddinn er þar orðinn göfugmenni, og ber
nú djúpa lotningu íyrir mentuninni, sem hann þó
áður hafði alveg fyrirlitið.
Kringum 1890 voru mikil hugar-umbrot í Strind- i
berg, og hætti hann nú skáldskap um mörg ár. Hann
fór, sér til dægrastyttingar, að gefa sig að vísindum,
sérstaklega efnafræði, lenti svo í náttúrufræðislegum
hugleiðingum og í dulspeki (myslik) og varð trúmað-
ur upp á sína vísu. Hann hafði áður ritað nokkurs
konar æfisögu sjálfs sin (Tjánsteqvinnans son). Þeirri [
bók hafði verið jafnað saman við rit franska spek-
ingsins Rousseau’s, en samt var hún svo klúr og rudda-
leg, að mönnum féll hún ekki í geð. Þessari æfisögu
sinni hélt hann nú áfram i Inferno (1897) og Legender
(1898); þar sýnir hann meistaralega dregnar myndir
úr hinu æsta sálarlífi sínu þessi ár. Smám saman fór
liann að taka á öðrum ritstörfum af nýju, og síðan 1
1898 liggja eptir hann fjöldamörg verk. Merkust þeirra
eru leikritin Folkungarne, Gustaf Vasa, Erik XIV
(1899) og Gustaf II Adolf (1900), sem að nokkru leyti
ber að skoða sem áframhald af eldri starfsemi hans
(Máster Olof). Eptir aldamótin birtust Svarta fanor,
eitt at einkennilegustu ritum Strindbergs. Það er á-
(64)