Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Side 75
rás á nokkrar skálda- og rithöfunda-»klíkur« í Stokk-
hólmi. Vafalaust er pessi bók eitt hið klúrasta, ó-
svifnasta, orðfúlasta og illkvittnasta níðrit, sem birzt
hefur um langan aldur.
Strindberg er afkastamaður mikill, en sí-hvikull
°g si-rcikull. Hann spyr um alt og efast um alt.
Hann kemst aldrei að niðurstöðu, sem honum líkar,
en er alt aí að leita fyrir sér og alt aí að rannsaka.
Það er eins og hann purfi að gaupna yfir allri pekk-
ingu. Hann hefur lagt stund á heimspeki, sálaríræði,
tnenningarsögu, stjórnfræði, mannfélagsfræði, efna-
fræði, grasaíræði, jarðfræði, læknisfræði, og meira
að segja farið að nema kínversku. í ritum sínum
hefur hann opt sett fram gjörólíkar og mótsettar
skoðanir, sett pær allar fram með sömu einurð og
varið pær með sama dugnaði. Þó að hann sé skátd
realismans, vantar hann samt ekki hugmyndaflugið.
Hann skapar líf, og verk hans eru lík vöðvum, sem
titra prungnir af afli. Hann er án efa mesta núlif-
andi leikritaskáld Svía1). Framsetning hans er glögg',
en nokkuð snubbótt og samanrekin. Hann er frum-
legur í öllu og málið sænska ritar hann manna hezt.
Lífsreynsla hans og ýmisleg beizkja, sem hann hefur
orðið fyrir um æfidagana, hefur gert liann svart-
sýnan, og opt er hann klúr í orðum svo lýtum sætir,
enda spillir pað opt stýlnum og skemmir fyrir hon-
um fallegar setningar. Hann elskar mennina og alt,
sem er aumt, og fyrir pá hefur hann lifað.
Strindberg hefur haft ómetanlega pýðingu fyrir
sænskar bókmentir; í peim hefur hann verið nokkurs-
konar byltandi kraptur; um hann söfnuðust menn
realismans, og undir hans forustu báru peir stefnuna
fram til sigurs, og unnu fyrirbrigði daglega lífsins
inn undir veldi skáldskaparins.
1912 varð Strindberg 63 ára, var pá safnað fé
meðal Svía og honum gefið að heiðursgjöf. Og prátt
1) Strindberg var eklti dáinn. pegar petta var ritað (i April).
(65)