Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Page 82
stýrir í augun, stirðnar hönd,
stafirnir skakkir verða.
Vakan á Hólum í Hjaltadal
í tíð Gísla biskups Magnússonar (1755—1779) og Hálfdanar
skólameistara Einarssonar.
Hálfdan kembdi í holunni,
húsfreyjan var að spinna,
biskupinn svaf á sænginni, —
sitt hefir hver að vinna.
Steinatökin í Dritvík.
í Dritvík undir Jökli var fyrrum útræði mikið.
Árið 1763 voru þar 35 formenn fyrir skipum, og 274
hásetar alls á þessum bátum samtals. Fram um
miðbik 19. aldar var enn sóktur mjög sjór úr Drit-
vík, og menn reru þar víðs vegar að. Pegar land-
legudagar voru, höfðu vermenn það sér til skemt-
unar, að þreyta aflraunir á steinatök, og koma stein-
um upp á mjaðmarháan bergstall. Voru steinar
þessir fjórir, allir misþungir; hét hinn þyngsti
Fullsterkur, sá næstþyngsti Hálfsterkur, hinn þriðji
Hálfdrœttingur og hinn minsti Amlóði. Útræði er nú
fyrir laungu lagt niður í Dritvík, en steinarnir eru
þar enn á Djúpalónssandi og liggja við bergstall
þann, er hefja skyldi þá upp á. Hinn 1. Júní 1906
vógu þeir Helgi óðalsbóndi Árnason í Gíslabæ á
Hellisvöllum, Jón sonur hans og Pétur Pétursson frá
Malarrifi steina þessa, eptir tilmælum frá Landsskjala-
safninu, og reyndist þá þyngd þeirra þessí:
Fullsterkur var 310 pund.
Hálfslerkur — 280 —
Hálfdrœttingur — 98 —
Amlóði — 46 —
(72)