Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Síða 86
Gravin gia-Hr <31í\xx*.
í fyrra (1911) liéldu Frakkar hátið mikla i minningu þess að
þá voru liðin 1000 ár síðan Hrólfur tólc jarldóm i Norðmandí.
Af þvi að Hrólfur og hans kyn kemur íslendingum mikið við,
þykir hlýða að minnast hans lauslega hér um leið og birt er mynd
af likani lians, er reist var i fyrra i Rúðuborg i minning hans.
Rögnvaldur sonur Eysteins glumru, ívarssonar
Upplendingajarls, Hálfdanarsonar ens gamla, Sveiða-
sonar sækonungs, var hinn mesti ástvin Haralds kon-
ungs hárfagra. Voru peir Rögnvaldur og konungur
systkinasynir. Gekk Rögnvaldur til lands með Haraldi
konungi, en konungur gaf honum yflrsókn um Mæri
hvoratveggja og Raumsdal. Rögnvaldur Mærajarl hefir
verið kallaður hinn ríki og ráðsvinni. Rögnvaldur jarl
skar Haraldi konungi hár eptir Hafursfjarðarorustu
872, er konungur hafði pá haft hár óskorið og ókemht
í tíu vetur. Gafjarl honum pá kenningarnafn, og kall-
aði hann Harald hinn hárfagra.
Rögnvaldur jarl átti Ragnhildi (Hildi) dóttur Hrólfs
nefju af Upplöndum. Voru peirra synir ívar, Hrólfur
og Rórir. Rögnvaldur jarl átti og frillusonu prjá; hét
einn Hallaður, annar Einar, priðji Hrollaugur. Reir
voru rosknir, pá er hinir skírbornu bræður peirra
voru börn.
Haraldur konungur fór á einu sumri vestur um
haf að hegna víkingum, er honum leiddist ófriður
peirra, er herjuðu í Noregi á sumrum, en voru á
vetrum í Hjaltlandi eða Orkneyjum; lagði hann pá
undir sig Hjaltland, Orkneyjar og Suðureyjar; fór
hann alt vestur í Mön og eyddi Manarbygðina,
Ætla menn, að pað væri nær 880. Hann átti par
margar orustur, og eignaðist pá lönd svo langt vest-
ur, að einginn Noregskonungur átti leingra síðan.
Og í einni peirri orustu, er konungur átti pá, féll
(76)