Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Page 88
annar Þórir tréskegg, en hinn Kálfur skurfa. Og er
Rögnvaldur jarl frétli þetta, hugnaði honum stórilla,
og heimti til sín soníi sína. Segja þá sumir, að Hrólf-
ur væri i hernaði, en aðrir segja, að hann væri þá
heima, og verður þeirri sögn fylgt hér. Rögnvaldur
jarl spurði sonu sína, hver þeirra vildi vestur til
eyjanna. Pórir bað hann fyrir sjá um sína för. Jarl
kvað honum vel fara. »En svo segir mér hugur um,«
kvað jarl, »að hér mun þinn þroski mestur, og liggja
vegir þínir eigi héðan,« og kvað hann þar skyldu riki
taka eptir sinn dag. Pá gekk Hrólfur fram og bauð
sig til farar. Rögnvaldur kvað honum vel hent fyrir
sakir afls og hreysti, en kvaðst ætla, að meiri ofsi
væri í skapi hans en hann mætti þegar að löndum
setjast. Pá gekk Hrollaugur fram, og spurði, ef hann
vildi að hann færi. Rögnvaldur kvað hann eigi mundu
jarl verða. »Hefir þú það skap,« segir jarl, »er eingi
styrjöld fylgir; munu vegir þínir liggja til íslands;
muntu þar göfugur þykja á því landi, og verða kyn-
sæll, en eingi eru hér forlög þin.« Pá gekk Einar
fram, hinn yngsti son hans, og mælti: »Viltú að eg
fari til Orkneyja. Eg mun þvi þér heita, er þér mun
bezt þykja, að eg mun aldrei aptur koma þér i aug-
sýn. Hefi eg lítinn metnað af þér, og á eg við litla
ást að skiljast, og óvænt um, að minn þroski verði
annarsstaðar minni en hér. Mun eg fara vestur til
eyja, ef þú vilt fá mér styrk nokkurn.« Jarl segir:
»Ólíklegur ertu til höfðingja fyrir sakir móður þinn-
ar, því að hún er í allar ætlir þrælborin. En satt er
það, að því betur þætti mér, er þú fer fyrr á braut
og kemur seinna aptur.« Rögnvaldur fékk Einari tví-
tugsessu alskipaða, en Haraldur konungur gaf honum
jarlsnafn. Eptir það lagði Einar undir sig löndin og
gerðist hinn mesti höfðingi. Vann hann þá Póri tré-
skegg og Kálf skurfu. Pá var þetta kveðið:
Þá gaf hann Tréskegg tröllum,
Torf-Einarr drap Skurfu.
(78)