Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 90
'
á íslandi. Eptir pað er Rögnvaldur jarl vildi eigi aö
Hrollaugur sonur hans gerðist jarl í Orkneyjum, komu
þeir feðgar eigi skapi saman. Fór Hrollaugur pá til
Haralds konungs og var með honum um hrið.
Hrollaugur fór til íslands með ráði Haralds kon-
ungs, og hafði með sér konu sína og sonu. Það telja
menn hafi verið nálægt 900. Hann kom austur að *
Horni og skaut par íyrir borð öndvegissúlum sínum,
og bar pær á land í Hornafirði, en haijn rak undan
og vestur fyrir land; fékk hann pá útivist harða og
vatnfátt. Þeir tóku land vestur í Leiruvogi á Nesjum.
Var hann par enn fyrsta vetur. Pá fór hann til önd- i
vegissúlna sinna, og fór austur pangað á leið. Var
hann annan vetur undir Ingólfsfelli. Síðan fór hann
austur í Hornafjörð, og nam land austan frá Horni
til Kvíár, og bjó fyrst undir Skarðsbrekku i Horna-
firði, en síðan á Breiðabólsstað í Felfshverfi (Papýii,
Suðursveit). Pá hafði hann lógað peim löndum, er
norður voru frá Borgarhöfn, en hann átti til dauða- j
dags pau lönd, er suður voru frá Hreggsgerðismúla.
Hrollaugur var höfðingi mikiil og hélt vinfeingi viö
Harald konung, en fór aldrei utan, pvi að sagt er, aö
honum væri ótítt um stjúpmóður sína. Haraldur
konungur sendi á deyjanda degi (933) Hrollaugi sverð
og ölhorn og gullhring, pann er vo fimm aura. Sverð
pað átti siðar Kolur son Halls af Siðu. En Kolskeggur
hinn fróði hafði séð hornið. Özur son Hrollaugs var
móðurfaðir Halls af Síðu. Paðan eru komnar miklar
og merkilegar aettir, Ari fróði, Oddaverjar, Sturlungar,
Haukdælir, og má rekja kyn frá Hrollaugi niður til
fjölda nú-lifandi manna hér á landi. Hrollaugur sýn-
ist liafa verið enn á lífi 933. Liklega hefir hann látizt
ekki miklu síðar.
I landnámi Hrollaugs tóku sér margir bólfestu.
Hefir par mjög eyðzt bygð vestan til á síðarí öldum,
einkum par sem nú er Breiðársandur (Breiðamerkur-
sandur). En Breiðabólsstaður, höfuðból Hrolleifs, er
(80)