Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Blaðsíða 91
enn í bygð og á sama stað, og þegar Hrollaugur bjó
Þar; liefir þann bæ aldrei af tekið, né hann verið
fluttur.1 2) Eru þar og enn örnefni, sem kend eru við
Hrollaug. Fyrir Breiðabólsstaðarlandi eru Hrollaugs-
eijjar. En út með Fellsjökli eru Hrollaugshólar. Þar
er sagt, að Hrollaugur sé heygður. Á Felli fór bygð
uf á 19. öld. Hólar þessir eru tveir, ytri og innri
Hólar, og rennur Fellsá á milli þeirra; eru þeir grasi
vaxnir, en sandur alt um kring. Eru þeir á sléttunni
austur og niður frá bæjarstæðinu á Felli, millum
Reynivalla, sem nú er yzti (vestasti) bær í Suður-
sveit, og Breiðár (Jökulsár á Breiðamerkursandi).
Hrollaugur er talinn með stærstu og göfugustu land-
námsmönnum.
Hrólfnr sonur Rögnvalds Mærajarls var víkingur
mikill. Hann var svo mikill maður vexti, að eingi
hestur mátti bera hann, og gekk hann, hvar sem hann
fór. Hann var kallaður Gaungu-Hrólfur. Hann herj-
aði mjög í Austurvegu. Á einu sumri, er hann kom
ur víkingu austan í Vikina, þá hjó hann þar strand-
Rögg. Haraldur konungur var í Vikinni. Hann varð
rujög reiður, þá er hann spurði þetta, því að hann
hafði mikið bann á lagt að ræna innanlands. Ivon-
ungur lýsti því á þingi, að hann gerði Hrólf útlægan
af Noregi. En er það spurði Hildur móðir hans, þá
fór hún á fund konungs og bað friðar Hrólíi. Kon-
ungur var svo reiður, að henni týði ekki að biðja.
Þá kvað Hildur þetta:
Hafnit Nefju nafna!
Nú rekit gand-) úr landi
horskan hölda barma3);
hví bellit þvi, stillir?
Ilt er við úlf að ylfast4),
1) Breiðabólsstaður er að fornu mati 30 hundruð að dýrleika.
Par fylgja nú tvær hjáleigur, Hali og Gerði.
2) Svo sem varg i véum.
3) = hölda bróður=jafningja hölda=höfðingja=göfugan mann.
4) = fjandskapast.
(81)