Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Page 92
Yggr valbríkar1), slíkan.
Muna2) við hilmis hjarðir
hœgr, ef rennr til skógar.
Gaungu-Hrólfur fór pá vestur um haf til Suður-
evja, en paðan fór hann til Vallands (Frakklands) og
herjaði par, og eignaðist jarlsríki og bygði par mjög
Norðmönnum, sem síðar er kallað Norðmandi (Nord-
mandia, NordmanniaJ.
Ekki verður með vissu sagt, hvenær Hrólíur hafi
orðið útlægur úr Noregi og farið vestur um haf, pví
að forna annála, bæði útlenda og innlenda, greinir
mjög á um allar sagnir um Hrólf eptir að hann fór
úr Noregi. Og sagnameistara seinni tima hefir ekki
skilið minna um pað, hvernig greiða skuli úr hinum
fornu frásögnum um Hrólf og herferðir og víkingu
manna af Norðurlöndum á peim tímum til Norður-
Fjóðverjalands, Hollands og Frakklands. Er peim
frásögnum auðsjáanlega blandað saman marklitíð á
marga vegu, og ártöl er par fá að marka.
Hitt virðist einsætt, að útlegð Hrólfs hafi orðið
all-laungu eptir — hvað laungu er óvíst — að Harald-
ur konungur hárfagri varð einvaldur i Noregi (872).
Odo ábóti, sem uppi var á 10. öld (d. 942), og
enn aðrir, segja, að Hrólfur hafi komið með óvígan
her til Frakklands 886, og lýsir Odo honum pá svo, að
hann sé »hetja til vopna sinna og meinsamur kristn-
um mönnum«. Annað mál er pað, hvort byggja megi
mikið á pessu ártali. Sumir telja að vesturför Hrólfs
muni varla hafa orðið fyrri en um 890.
Dudo munkur frá Saint Quentin í Vermandois, sem
uppi var á 10. öld, hefir ritað með íburðarmiklum stýl
sagnir um Hrólf, að miklu leyti eptir frásögn Roðúlfs
greifa af Ivry. En Roðúlfur var að móðerni hálfbróðir
Ríkarðs gamla (d. 996), er var sonarsonur Gaungu-
Hrólfs. Pó að Dudo sé að vísu ilia að sér og rugli
1) mannkenaing = Haraldur konungur.
2) = ekki muu hann.
(82)