Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Side 94
En hann lagði geiglaust til orustu við pá, feldi flesta
þeirra, stökti hinum á flótta og rak flóttann. Því
næst söfnuðu héraðsmenn her af nýju, og nú meiri
en fyrri, og héldu til móts við Rollo með míklu liði
og reyndu að íá hann íeldan eða stökt honum á flótta
annars kostar. En Rollo var hinn herkænasti og
allra manna harðsnúnastur í orustum; hafði hann
hjálm á höfði undursamlega gulli glæstan, en var í
þrefaldri brynju. Hann gekk hvatlega og djarflega
fram gegn vopnuðum fylkingum þeirra, er á hann
réðust og fram sóttu, og vann sigur; var barizt af
mikilli grimd, og féll þar svo þúsundum skipti af
landsmönnum; öðrum var hvatskeytlega stökt á flótta
og flóttinn eitur, og gerði Rolio handtekna marga af
höfðingjum. Því næst sneri hann tii valsins, gróf
þá, er fallið höfðu, barði hina og hafði þá burt og
batt þá fangna saman á skipunum. Hann velkti því
nú í huga sér, hvað af þrennu hann skyldi upp taka,
hvort hann skyldi leita aptur til Daciu eða halda
til Frakklands, ellegar þá herja á England og kasta
á það eign sinni. Tók hann þá ógleði og gerðist
angurvær. En sem hann var haldinn þessum á-
hyggjum, og héraðsmenn höfðu lagt sig undir fiötrin
til trúnaðarmerkis um að þeir hlíttu valdi hans, var
það eina nótt i svefni, að honum þótti hann vera
staddur á fjalli nokkuru i Frakklandi afarháu; á tindi
fjallsins þótti honum vera tær og ilmandi lind; i
henni þóttist hann þvo sig og hreinsa af sér líkþrá
og kláða, er hann þóttist útsteyptur af. Pví næst
þótti honum að síðustu, á meðan hann stóð enn á
tindi fjalls þessa, margar þúsundir fugla af ýmsum
tegundum og ýmsum lit, en rauðleitur vinstri væng-
úrinn, (flögra) hvaðanæva kringum rætur fjallsins, en
en ekki gat hann nákvæmlega séð út yfir hina enda-
lausu fuglabreiðu,—svo voru þeir margir. En honum
þótti þeir leita til lindar fjallsins með skaplegt far
og flug, líðandi fram á víxl, og þótti honum þeir
(84)