Almanak Hins íslenska þjóðvinafélags - 01.01.1913, Page 95
sjnda á lindinni og pvo scr, svo sem fuglum er títt,
þegar veit á rigning. Þegar þeir höfðu allir laugazt
nndursamlega, þótti Iionum þeir matast allir saman
1 V1nsemd á sama stað og þeir komu frá, án nokkurs
greinarmunar kyns og tegundar og án nokkurra err-
*nga eða deilu; þótti honum þeir bera saman kvistu,
°g hafa hraðan á borði að búa sér hreiður; honum
þótti þeir viljanlega lúta boðum sínum. Pegar Rollo
Vaknaði, mundi hann draumsýn sína; lét hann kalla
saman helztu gæðinga sína, svo og hina fremstu af
Þeim, er hann hafði hertekið í orustunni, skýrði þeim
ínnvirðulega frá vitran sinni, og bað þá ráða hana.
Allir þögðu. Pá réð einn af faungunum, sem var
kristinnar trúar, og fyltur framvísi heilagrar anda-
giptar, draum hans og mælti: »Fjall það í Frakklandi,
er þú þóttist standa á, merkir kirkjuna (kristnina)
Þar í landi. Lindin á tindi fjallsins merkir skírn
endurfæðingarinnar. Líkþráín og kláðinn, sem þú
varst útsteyptur af, eru glæpir þeir og syndir, sem
þú heflr framið. En þar þú þóttist þvo þig í lind-
ínm og hreinsast í henni af líkþránni og útbrotunum,
þa merkir það, að þú munt endurfæðast i laug heil-
agrar skírnar og hreinsast af öllum syndum. En
fuglar þeir af ýmsum tegundum, sem Ijósrauðir voru
a vmstri vængirnir, og voru svo margir, að þú sást
ekki út yfir liina endalausu breiðu þeirra, þar hittir
Þú í anda menn af ýmsum fylkjum með skjöldáhlið,
er verða trúir þegnar þinir, og þú munt sjá samein-
aðan ótölulegan fjölda af. Fuglar þeir, sem lauguðu
S1g í lindinni, þvoðu sér til skiptis í henni og möt-
uðust saman, er lýður ataður grómi gamals táls, er
Þveginn skal verða i skírninni á ýmsum tímum, og
seðjast skal á Ivrists heilögum líkama og blóði. Fyrir
hreiðrin, sem þeir gerðu umhverfis fjallið, merkjast
viggirðingar ejTddra borga, er þú munt láta endur-
reisa. En þar þér þóttu fuglarnir af ýmsum tegund-
um mundu hlýða þér, þá munu menn af ýmsum
(85)